Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 07:30 Hækkandi olíuverð eykur kostnað flugfélaga.Talið er að sá kostnaður birtist í hærri fargjöldum. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent