Viðskipti innlent

Skortur á sól dregur úr áfengissölu hjá ÁTVR

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sala á áfengi hjá ÁTVR var minni nú í júlí en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá ÁTVR.
Sala á áfengi hjá ÁTVR var minni nú í júlí en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá ÁTVR. Vísir/ERNIR

Ætla má að sólin, eða skortur á henni, hafi áhrif á áfengisneyslu Íslendinga miðað við tölur frá ÁTVR. Salan á áfengi í júlímánuði dróst saman um 4 prósent frá sama mánuði í fyrra, á sama tíma og sólskinsstundirnar voru um 50 prósent færri og meðalhiti einni gráðu lægri í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. 

Sala á áfengi í júlí árið 2017 dróst einnig saman frá sama mánuði árið 2016. Í júlí í fyrra var hitinn einni gráðu lægri en í júlí 2016 og sólskinsstundirnar voru 20 prósent færri. Á síðustu tveimur árum hefur því salan á áfengi hjá ÁTVR í júlí dregist verulega saman. Þegar að júlímánuður var með skásta móti árið 2016 jókst sala á áfengi hins vegar um 4% frá fyrra ári.

Veðrið hefur ekki beint leikið við íbúa á sunnan- og vestanverðu landinu þetta sumarið. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var júlímánuður víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið og var meðalhiti í Reykjavík aðeins 10,6 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.