Viðskipti innlent

Vindur úr seglum innlendra hlutabréfa

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu.
Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu. Vísir/Stefán

Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum.

Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða.

„Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti

„Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“

Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018.

Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga.

„Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.