Íslandsmeistari með Keflavík skrifar NBA-söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 13:30 Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. NBA Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks.
NBA Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira