Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um sextán prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Systurfélag Samherja hefur eignast fjórðung í Eimskip. Vísir(vilhelm Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut. Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin. Hlutabréf Eimskips hafa fallið um hátt í 15 prósent í verði frá því í seinni hluta nóvember í fyrra þegar forsvarsmenn Yucaipa sögðust ætla að skoða sölu á eignarhlut sínum. Lægst fór gengið í 189 krónur á hlut í lok maí síðastliðins. Til samanburðar meta greinendur gengi bréfanna á bilinu 250 til 300 krónur á hlut. Bandaríska fjárfestingarfélagið tók þátt í endurskipulagningu Eimskips í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Breytti félagið útistandandi veðtryggðum kröfum í hlutafé og fjárfesti jafnframt fyrir 15 milljónir evra í félaginu en við það eignaðist það 32 prósenta hlut. Árið 2012 seldi Yucaipa 7 prósenta hlut til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sama ár aðstoðaði félagið við skráningu hlutabréfa Eimskips á markað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37 Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37 Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut. Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin. Hlutabréf Eimskips hafa fallið um hátt í 15 prósent í verði frá því í seinni hluta nóvember í fyrra þegar forsvarsmenn Yucaipa sögðust ætla að skoða sölu á eignarhlut sínum. Lægst fór gengið í 189 krónur á hlut í lok maí síðastliðins. Til samanburðar meta greinendur gengi bréfanna á bilinu 250 til 300 krónur á hlut. Bandaríska fjárfestingarfélagið tók þátt í endurskipulagningu Eimskips í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Breytti félagið útistandandi veðtryggðum kröfum í hlutafé og fjárfesti jafnframt fyrir 15 milljónir evra í félaginu en við það eignaðist það 32 prósenta hlut. Árið 2012 seldi Yucaipa 7 prósenta hlut til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sama ár aðstoðaði félagið við skráningu hlutabréfa Eimskips á markað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37 Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37 Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37
Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37
Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00