Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. júlí 2018 10:00 Úr höfuðstöðvum Takumi. MYND/TAKUMI Nýsköpun Íslenska sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér fjármögnun upp á þrjár milljónir punda, eða sem nemur 420 milljónum króna, frá breskum og bandarískum sjóðum og englafjárfestum í annarri fjármögnunarumferð fyrirtækisins. Heildarfjárfesting í fyrirtækinu frá því að það var stofnað fyrir tæpum þremur árum nemur tæplega 1,3 milljörðum króna. Takumi, sem er markaðstorg fyrir auglýsendur og áhrifavalda á Instagram, var stofnað af Guðmundi Eggertssyni, Jökli Sólberg og Mats Stigzelius í nóvember 2015. Síðan hefur fyrirtækið vaxið ört. Það hefur starfsstöðvar í Reykjavík, London, Berlín og New York, og alls 40 starfsmenn, þar af níu á Íslandi. „Hugmyndin kom þegar Instagram var orðinn einn stærsti samfélagsmiðillinn og margir notendur voru orðnir stórir á staðbundinn mælikvarða, þó að þeir hefðu ekki nærri því jafn marga fylgjendur og stórstjörnur. Það getur verið mikið umstang fyrir auglýsendur að vinna með mörgum litlum áhrifavöldum í einu og við sáum því fyrir okkur markaðstorg sem gerði þeim það kleift,“ segir Jökull. Takumi hefur unnið með 800 vörumerkjum og 15.000 áhrifavöldum. Fyrr á árinu hóf fyrirtækið samstarf með vörumerkjum á borð við Heinz, Nestlé og Gillette. „Við erum þegar leiðandi á sviði áhrifavaldamarkaðssetningar í Bretlandi og Þýskalandi sem eru stærstu auglýsingamarkaðir Evrópu. Fjármagnið munum við nota til að styrkja forritarateymið okkar og vöxt á Bandaríkjamarkaði.“ Aðspurður segir Jökull samkeppnina á markaðinum harða og býst hann við samþjöppun og grisjun á næstunni. „Það fengu margir sömu hugmynd á sama tíma og nú eru of mörg fyrirtæki á markaðinum,“ segir Jökull en bætir við að Takumi sé vel í stakk búið til að takast á við hræringar á markaðinum. Fyrirtækið hafi lagt mikið í að byggja upp fyrirtækið. Áhrifavaldamarkaðssetning hefur sprungið út á fáum árum og er eftir miklu að slægjast. Nefnir Jökull að samkvæmt greiningu markaðsrannsóknafyrirtækisins eMarketer hafi einum milljarði dollara verið varið í áhrifavaldamarkaðssetningu á alþjóðavísu í fyrra þó að aðeins sé tekið tillit til Instagram-hluta markaðarins. – thf Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Nýsköpun Íslenska sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér fjármögnun upp á þrjár milljónir punda, eða sem nemur 420 milljónum króna, frá breskum og bandarískum sjóðum og englafjárfestum í annarri fjármögnunarumferð fyrirtækisins. Heildarfjárfesting í fyrirtækinu frá því að það var stofnað fyrir tæpum þremur árum nemur tæplega 1,3 milljörðum króna. Takumi, sem er markaðstorg fyrir auglýsendur og áhrifavalda á Instagram, var stofnað af Guðmundi Eggertssyni, Jökli Sólberg og Mats Stigzelius í nóvember 2015. Síðan hefur fyrirtækið vaxið ört. Það hefur starfsstöðvar í Reykjavík, London, Berlín og New York, og alls 40 starfsmenn, þar af níu á Íslandi. „Hugmyndin kom þegar Instagram var orðinn einn stærsti samfélagsmiðillinn og margir notendur voru orðnir stórir á staðbundinn mælikvarða, þó að þeir hefðu ekki nærri því jafn marga fylgjendur og stórstjörnur. Það getur verið mikið umstang fyrir auglýsendur að vinna með mörgum litlum áhrifavöldum í einu og við sáum því fyrir okkur markaðstorg sem gerði þeim það kleift,“ segir Jökull. Takumi hefur unnið með 800 vörumerkjum og 15.000 áhrifavöldum. Fyrr á árinu hóf fyrirtækið samstarf með vörumerkjum á borð við Heinz, Nestlé og Gillette. „Við erum þegar leiðandi á sviði áhrifavaldamarkaðssetningar í Bretlandi og Þýskalandi sem eru stærstu auglýsingamarkaðir Evrópu. Fjármagnið munum við nota til að styrkja forritarateymið okkar og vöxt á Bandaríkjamarkaði.“ Aðspurður segir Jökull samkeppnina á markaðinum harða og býst hann við samþjöppun og grisjun á næstunni. „Það fengu margir sömu hugmynd á sama tíma og nú eru of mörg fyrirtæki á markaðinum,“ segir Jökull en bætir við að Takumi sé vel í stakk búið til að takast á við hræringar á markaðinum. Fyrirtækið hafi lagt mikið í að byggja upp fyrirtækið. Áhrifavaldamarkaðssetning hefur sprungið út á fáum árum og er eftir miklu að slægjast. Nefnir Jökull að samkvæmt greiningu markaðsrannsóknafyrirtækisins eMarketer hafi einum milljarði dollara verið varið í áhrifavaldamarkaðssetningu á alþjóðavísu í fyrra þó að aðeins sé tekið tillit til Instagram-hluta markaðarins. – thf
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira