Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Libra selur hugbúnað sinn til fjármálafyrirtækja á Íslandi og hefur náð mjög stórri markaðshlutdeild. Vísir/Getty Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfaumsýslu annars vegar og lánaumsýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Fréttablaðið.Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigneda Libra.AðsendSögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn innan fyrirtækisins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Software til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árunum 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagnaður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 prósenta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður.Björn Hólmþórsson, einn stofnefnda Five Degrees.aðsendÆtluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvudeildar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Martijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evrópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrirtæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Sjá meira
Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfaumsýslu annars vegar og lánaumsýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Fréttablaðið.Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigneda Libra.AðsendSögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn innan fyrirtækisins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Software til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árunum 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagnaður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 prósenta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður.Björn Hólmþórsson, einn stofnefnda Five Degrees.aðsendÆtluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvudeildar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Martijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evrópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrirtæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Sjá meira