Körfubolti

Vince Carter enn að í NBA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vince Carter verður 42 ára á komandi leiktíð
Vince Carter verður 42 ára á komandi leiktíð vísir/getty

Vince Carter er búinn að gera eins árs samning við Atlanta Hawks og mun leika með liðinu í NBA körfuboltanum á komandi leiktíð.

Carter var á sínum tíma einn af bestu leikmönnum deildarinnar en hann mun fagna 42 ára afmæli sínu á miðju næsta tímabili.

Hann er á leið í sitt tuttugasta og fyrsta tímabil í NBA eftir að hafa verið valinn fimmti í nýliðavalinu 1998. Carter var elsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og mun halda þeirri nafnbót áfram.

Carter lék síðast með Sacramento Kings þar sem hann kom við sögu í 58 leikjum en byrjaði aðeins fimm þeirra. Hann skilaði 5,4 stigum að meðaltali í leik hjá Kings.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.