Kit Kat-dómur róar íslenska súkkulaðiframleiðendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2018 10:52 Kit Kat súkkulaðið þykir ekki nógu sérstakt til að hljóta sérstaka vernd í Evrópu. Vísir/Getty Eftir um 11 ára baráttu fyrir dómstólum úrskurðaði Evrópudómstólinn í gær að hönnun og bragð súkkulaðistykkisins Kit Kat skuli ekki njóta sérstakrar verndar. Sælgætisframleiðendur álfunnar geta því nokkuð óhræddir hafið framleiðslu á „fjórum trapísulaga stöngum á ferköntuðum grunni,“ eins og Evrópudómstóllinn lýsir Kit Kat. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir málið hið áhugaverðasta. Um hafi verið að ræða baráttu tveggja risa fyrir dómstólum; annars vegar Nestlé sem er með Kit Kat og hins vegar Mondelēz sem er hvað þekktast fyrir Cadbury-súkkulaði, Milka og Kvikk Lunsj. Íslendingar þekkja vel til Kvikk Lunsj, sem eins og Kit Kat samanstendur af fjórum samfestum súkkulaðistöngum.Kit Kat og Kvikk Lunsj eru óneitanlega mjög lík. Kvikk Lunsj kom á markað tveimur árum á eftir Kit Kat.Vísir/epa„Þetta er barátta sem maður sæi ekki íslensk fyrirtæki standa í,“ segir Auðjón. „Við myndum aldrei hafa efni á því að standa í þessum málaferlum - sérstaklega ef Nestlé hefði fengið einkarétt á þessari útfærslu.“ Auðjón segir að þó svo að Nói Siríus sé ekki á þeim buxunum að hefja framleiðslu á sambærilegu súkkulaði sé því ekki að neita að úrskurðurinn opnar möguleika fyrir sælgætisframleiðendur - „að þetta sé hægt, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þau fái einhvern risa á bakið með sinn lögfræðiher.“ Ein helsta röksemd Evrópudómstólsins var sú að Kit Kat væri ekki nógu þekkt í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins til þess að réttlæta verndina. Auðjón segir þó að ekki fari á milli mála að súkkulaðið hafi mótað, í hugum Íslendinga hið minnsta, hvernig sambærileg súkkulaði eigi að líta út og bragðast.„Hraustlegar“ eftirhermur ekkert einsdæmi Aðspurður hvort að úrskurðurinn setji Nóa Siríus í óþægilega stöðu, nú þegar önnur fyrirtæki gætu nokkuð áhyggjulaus apað eftir sælgæti fyrirtæksins, segir Auðjón að ómögulegt sé að segja hver þróunin gæti orðið. Rétt sé þó að undirstrika að vörumerki séu áfram jafn varin og áður, því sé ólíklegt að Nói Siríus hefji framleiðslu á rauðlituðu „Bit Bat“-súkkulaði á næstunni. Engu að síður hafi sælgætisframleiðendur ætíð ákveðnar áhyggjur af því hverju keppinautar þeirra taki upp á. „Menn hafa kóperað útlit ákveðinna vara ansi hraustlega í gegnum tíðina,“ segir Auðjón. Má í því samhengi nefna súkkulaðistykkin Toblerone - sem óhætt er að segja að sé með einkennandi útlit - og eftirhermuna Twin Peaks. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan eru vörurnar nær algjörlega sambærilegar, að frátöldum tveimur tindum á síðarnefnda súkkulaðinu. Twin Peaks er framleitt fyrir lágvöruverðsverslunarkeðjuna Poundland. Keðjan setti sig í samband við súkkulaðiframleiðanda og óskaði eftir nákvæmri staðkvæmdarvöru fyrir Toblerone sem það gæti selt á lægra verði. Fyrrnefnt Mondelēz, sem framleiðir Toblerone, sótti Poundland til saka og eftir þriggja mánaða baráttu komust fyrirtækin að niðurstöðu: Poundland mátti áfram selja Twin Peaks, svo lengi sem þau myndu breyta umbúðunum.Toblerone fyrir ofan og Twin Peaks (í nýju umbúðnum) fyrir neðan.Vísir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Eftir um 11 ára baráttu fyrir dómstólum úrskurðaði Evrópudómstólinn í gær að hönnun og bragð súkkulaðistykkisins Kit Kat skuli ekki njóta sérstakrar verndar. Sælgætisframleiðendur álfunnar geta því nokkuð óhræddir hafið framleiðslu á „fjórum trapísulaga stöngum á ferköntuðum grunni,“ eins og Evrópudómstóllinn lýsir Kit Kat. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir málið hið áhugaverðasta. Um hafi verið að ræða baráttu tveggja risa fyrir dómstólum; annars vegar Nestlé sem er með Kit Kat og hins vegar Mondelēz sem er hvað þekktast fyrir Cadbury-súkkulaði, Milka og Kvikk Lunsj. Íslendingar þekkja vel til Kvikk Lunsj, sem eins og Kit Kat samanstendur af fjórum samfestum súkkulaðistöngum.Kit Kat og Kvikk Lunsj eru óneitanlega mjög lík. Kvikk Lunsj kom á markað tveimur árum á eftir Kit Kat.Vísir/epa„Þetta er barátta sem maður sæi ekki íslensk fyrirtæki standa í,“ segir Auðjón. „Við myndum aldrei hafa efni á því að standa í þessum málaferlum - sérstaklega ef Nestlé hefði fengið einkarétt á þessari útfærslu.“ Auðjón segir að þó svo að Nói Siríus sé ekki á þeim buxunum að hefja framleiðslu á sambærilegu súkkulaði sé því ekki að neita að úrskurðurinn opnar möguleika fyrir sælgætisframleiðendur - „að þetta sé hægt, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þau fái einhvern risa á bakið með sinn lögfræðiher.“ Ein helsta röksemd Evrópudómstólsins var sú að Kit Kat væri ekki nógu þekkt í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins til þess að réttlæta verndina. Auðjón segir þó að ekki fari á milli mála að súkkulaðið hafi mótað, í hugum Íslendinga hið minnsta, hvernig sambærileg súkkulaði eigi að líta út og bragðast.„Hraustlegar“ eftirhermur ekkert einsdæmi Aðspurður hvort að úrskurðurinn setji Nóa Siríus í óþægilega stöðu, nú þegar önnur fyrirtæki gætu nokkuð áhyggjulaus apað eftir sælgæti fyrirtæksins, segir Auðjón að ómögulegt sé að segja hver þróunin gæti orðið. Rétt sé þó að undirstrika að vörumerki séu áfram jafn varin og áður, því sé ólíklegt að Nói Siríus hefji framleiðslu á rauðlituðu „Bit Bat“-súkkulaði á næstunni. Engu að síður hafi sælgætisframleiðendur ætíð ákveðnar áhyggjur af því hverju keppinautar þeirra taki upp á. „Menn hafa kóperað útlit ákveðinna vara ansi hraustlega í gegnum tíðina,“ segir Auðjón. Má í því samhengi nefna súkkulaðistykkin Toblerone - sem óhætt er að segja að sé með einkennandi útlit - og eftirhermuna Twin Peaks. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan eru vörurnar nær algjörlega sambærilegar, að frátöldum tveimur tindum á síðarnefnda súkkulaðinu. Twin Peaks er framleitt fyrir lágvöruverðsverslunarkeðjuna Poundland. Keðjan setti sig í samband við súkkulaðiframleiðanda og óskaði eftir nákvæmri staðkvæmdarvöru fyrir Toblerone sem það gæti selt á lægra verði. Fyrrnefnt Mondelēz, sem framleiðir Toblerone, sótti Poundland til saka og eftir þriggja mánaða baráttu komust fyrirtækin að niðurstöðu: Poundland mátti áfram selja Twin Peaks, svo lengi sem þau myndu breyta umbúðunum.Toblerone fyrir ofan og Twin Peaks (í nýju umbúðnum) fyrir neðan.Vísir
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira