Viðskipti innlent

Auður Finnbogadóttir yfir stefnumótun hjá Kópavogsbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Auður Finnbogadóttir.
Auður Finnbogadóttir.

Auður Finnbogadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum þar sem segir jafnframt að Auður hafi starfað sem framkvæmdastjóri um árabil, nú síðast hjá Sólheimum ses. Þar leiddi hún stefnumótun og breytingastjórnunarferli auk endurskipulagningu rekstrar.

Áður en hún hóf störf hjá Sólheimum var hún í fimm ár hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki.

Auður er með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, MBA frá Háskólanum í Reykjavík og er með B.S. gráðu í Business administration frá University of Colorado at Boulder, USA.
 
Auður mun leiða stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar, en við þá vinnu verður horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Auður mun hefja störf hjá bænum í lok ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.