Körfubolti

Carmelo Anthony í viðræðum við Heat og Rockets

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fremur misheppnuð dvöl í Oklahoma að taka enda.
Fremur misheppnuð dvöl í Oklahoma að taka enda. Vísir/Getty

Carmelo Anthony er á förum frá Oklahoma City Thunder í NBA körfuboltanum eftir aðeins eins árs veru í Oklahoma.

ESPN greinir frá því að Anthony hafi fengið leyfi fyrir því að ræða við önnur félög og hefur kappinn þegar hafið viðræður við Miami Heat og Houston Rockets. 

Síðarnefnda liðið er talið líklegasti áfangastaður Anthony sem myndi þá mynda magnað sóknarþríeyki með þeim Chris Paul og James Harden en Anthony hefur sömuleiðis verið orðaður við Los Angeles Lakers enda vinátta Anthony og LeBron James þekkt stærð í körfuboltanum vestanhafs.

Carmelo er 34 ára gamall en hann kom fyrst inn í deildina árið 2003 og lék með Denver Nuggets til ársins 2011. Þaðan hélt hann heim til New York borgar og spilaði með Knicks þar til hann gekk í raðir Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.