Viðskipti erlent

ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. Á gengi dagsins í dag eru það um 536 milljarðar íslenskra króna.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þriggja ára rannsóknar á því hvort að stýrikerfið hafi á ósanngjarnan hátt styrkt markaðsráðandi stöðu Google sem leitarvélar.

Sektin sem ESB hefur ákvarðað að Google skuli greiða er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt einstakt fyrirtæki.

Í frétt um málið á vef BBC segir að líklegt sé að fyrirtækið muni áfrýja ákvörðuninni, líkt og það gerði við aðra sektarákvörðun sambandsins upp á 2,4 milljarða evra þar sem Google veitti eigin netverslun forgang umfram aðrar í netverslun sinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.