Handbolti

Jafntefli í fyrsta leik hjá íslensku stelpunum á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku stelpurnar fyrir leikinn í dag
Íslensku stelpurnar fyrir leikinn í dag mynd/facebooksíða hsí

Íslenska U20 ára landslið kvenna í handbolta gerði jafntefli við Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á HM í Ungverjalandi.

Leikurinn byrjaði illa fyrir íslensku stelpurnar sem lentu 6-2 undir snemma leiks. Þær náðu að koma til baka í lok fyrri hálfleiks og var staðan 16-12 í hálfleik.

Íslensku stelpurnar náðu að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, 20-20. Leikurinn var í járnum það sem eftir liði og fór svo að leikurinn endaði með 29-29 jafntefli.

Berta Rut Harðardóttir var hársbreidd frá því að tryggja Íslandi sigurinn en aukakast hennar eftir að leiktíminn var runninn út fór í innanverða stöngina.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun gegn Slóveníu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.