Handbolti

Aron Rafn til Hamburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í marki ÍBV í vetur.
Aron í marki ÍBV í vetur. vísir/vilhelm

Aron Rafn Eðvarsson skrifar í dag undir samningi við þýska liðið Hamburger Sport-Verein, betur þekkt sem HSV, en þetta herma heimildir Vísis.

Markvörðurinn lék á síðasta tímabili með ÍBV þar sem hann varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari með liðinu. Hann er uppalinn í Haukum.

Aron Rafn hefur áður leikið í Þýskalandi en hann lék með SG Bietigheim. Í atvinnumennskunni hefur hann einnig leikið með Eskilstuna og Álaborg.

Hafnfirðingurinn er ekki fyrsti maðurinn sem HSV fær eftir tímabilið því Blazenko Lackovic hefur einnig skrifað undir saminng við liðið. Hann kemur frá Kiel, þaulreyndur króatískur landsliðsmaður.

HSV er sögufrægt lið í Þýskalandi. Liðið varð meðal annars þýskur meistari 2011, vann bikarinn 2006 og 2010 og vann Meistaradeildina 2013. Svo fór að halla undan fæti.

Undir lok árs 2015 varð liðið gjaldþrota en liðið hafði lengi vel lifað á lyginni líkast hvað varðar peningamál. Í desember var þó nóg komið og missti félagið keppnisleyfið.

Því tók við uppbygging í neðri deildum Þýskalands og er liðið nú komið upp í aðra deildina, B-deildina, í Þýskalandi. Þar spila þeir á næstu leiktíð eftir að hafa rúllað yfir C-deildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.