Handbolti

Fyrsti sigurinn á HM kom gegn Slóvenum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lovísa Thompson er stærsta stjarna íslenska 20 ára landsliðsins.
Lovísa Thompson er stærsta stjarna íslenska 20 ára landsliðsins. Vísir/Ernir

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann sigur á Slóveníu í öðrum leik sínum á HM U20 í Ungverjalandi.

Leikurinn var jafn framan af og var slóvenska liðið einu marki yfir eftir tíu mínútur. Íslenska liðið spilaði hins vegar virkilega öflugan varnarleik og var komið með forystuna stuttu seinna. Ísland leiddi 8-7 eftir 20 mínútur.

Ísland náði að auka forskotið hægt og rólega í seinni hálfleik og var staðan 23-19 þegar sex mínútur lifðu af leiknum. Slóvenar komust til baka en íslensku stelpurnar héldu út og unnu 24-22 sigur.

Ísland gerði jafntefli við Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á mótinu. Næsti leikur liðsins er við Rússa, sem hafa unnið fyrstu tvo leiki sína, á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.