Telur ákvörðun PFS marka tímamót á fjarskiptamarkaði Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:29 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Vísir/GVA Forstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur telur að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög marki tímamót í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Mikilvægt sé fyrir neytendur að brotum Símans ljúki sem fyrst. PFS tilkynnti um þá ákvörðun sína að Síminn hefði brotið lög með því að beina viðskiptum ólínulegrar dagskrár Sjónvarps Símans til Mílu, dótturfélags síns í gær. Síminn stöðvaði dreifingu á tímaflakki og frelsi hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum í október árið 2015. Síðan þá hefur þjónustan aðeins verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu í gegnum net Mílu. Sýn, móðurfélag Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til PFS. Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins en hámarks sektarupphæð samkvæmt lögum er tíu milljónir. Í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að mikilvægt sé að lögbroti Símans linni og neytendur fái að njóta valfrelsis sem fjölmiðlalögum er ætlað að tryggja þeim. Niðurstaða PFS stuðli að meiri samkeppni sem neytendur njóti góðs af. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun PFS væri skaðleg fyrir samkeppni á markaði og ynni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, sagði að fyrirtækið ætlaði að kanna hvort það ætti rétt á skaðabótum vegna brots Símans. Sagði hann niðurstöðuna sigur fyrir neytendur.Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Forstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur telur að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög marki tímamót í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Mikilvægt sé fyrir neytendur að brotum Símans ljúki sem fyrst. PFS tilkynnti um þá ákvörðun sína að Síminn hefði brotið lög með því að beina viðskiptum ólínulegrar dagskrár Sjónvarps Símans til Mílu, dótturfélags síns í gær. Síminn stöðvaði dreifingu á tímaflakki og frelsi hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum í október árið 2015. Síðan þá hefur þjónustan aðeins verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu í gegnum net Mílu. Sýn, móðurfélag Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til PFS. Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins en hámarks sektarupphæð samkvæmt lögum er tíu milljónir. Í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að mikilvægt sé að lögbroti Símans linni og neytendur fái að njóta valfrelsis sem fjölmiðlalögum er ætlað að tryggja þeim. Niðurstaða PFS stuðli að meiri samkeppni sem neytendur njóti góðs af. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun PFS væri skaðleg fyrir samkeppni á markaði og ynni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, sagði að fyrirtækið ætlaði að kanna hvort það ætti rétt á skaðabótum vegna brots Símans. Sagði hann niðurstöðuna sigur fyrir neytendur.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent