Handbolti

Hvíta-Rússland og Austuríki skildu jöfn í undankeppni HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. vísir/eyþór

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Austurríki gerðu jafntefli við Hvíta-Rússland í undankeppni Heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Leikurinn fór fram í Hvíta-Rússlandi og lauk 28-28.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu snemma þriggja marka forystu. Í stöðunni 7-4 hrukku leikmenn Austurríkis í gang og jöfnuðu leikinn, 7-7.

Liðin skiptust síðan á taka forystuna fram til loka fyrri hálfleiks sem endaði jafn, 15-15.

Austurríki var sterkari í seinni hálfleik og náði snemma fjögurra marka forystu eftir góðan 5-0 kafla. Austurríki var yfir nær allan seinni hálfleikinn en á 59. mínútu náði Hvíta-Rússland að skora, 27-27.

Austurríki nýtti næstu sókn sína en þegar 13 sekúndur voru til leiksloka fékk Hvíta-Rússland víti og þar skoruðu heimamenn síðasta mark leiksins.

Lokatölur 28-28 og því allt opið fyrir seinni leik liðanna, en hann fer fram í Austurríki á miðvikudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.