Handbolti

Hvíta-Rússland og Austuríki skildu jöfn í undankeppni HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. vísir/eyþór
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Austurríki gerðu jafntefli við Hvíta-Rússland í undankeppni Heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Leikurinn fór fram í Hvíta-Rússlandi og lauk 28-28.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu snemma þriggja marka forystu. Í stöðunni 7-4 hrukku leikmenn Austurríkis í gang og jöfnuðu leikinn, 7-7.

Liðin skiptust síðan á taka forystuna fram til loka fyrri hálfleiks sem endaði jafn, 15-15.

Austurríki var sterkari í seinni hálfleik og náði snemma fjögurra marka forystu eftir góðan 5-0 kafla. Austurríki var yfir nær allan seinni hálfleikinn en á 59. mínútu náði Hvíta-Rússland að skora, 27-27.

Austurríki nýtti næstu sókn sína en þegar 13 sekúndur voru til leiksloka fékk Hvíta-Rússland víti og þar skoruðu heimamenn síðasta mark leiksins.

Lokatölur 28-28 og því allt opið fyrir seinni leik liðanna, en hann fer fram í Austurríki á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×