Leikurinn gegn Slóveníu í kvöld jafn mikilvægur og sá gegn Þýskalandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2018 10:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með landsliðinu á EM. Vísir/EPA Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikur með Utah Royals og íslenska kvennalandsliðinu, segir að íslenska liðið sé vel stemmt og tilbúið í leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Sigur í kvöld þýðir að stelpurnar okkar verði í toppsætinu fyrir lokaumferðirnar tvær í haust en efsta liðið kemst beint inn á Heimsmeistaramótið 2019 sem fram fer í Frakklandi. Gunnhildur segir eftirvæntinguna mikla. „Það er alltaf gaman að koma til móts við liðið og við vitum hversu mikilvægur leikurinn er, við þurfum þrjú stig hér ef við ætlum okkur að komast inn á HM þannig að eftirvæntingin er mikil. Við erum keppnismanneskjur og við getum ekki hleypt karlalandsliðinu á HM og komist svo ekki sjálfar,“ sagði Gunnhildur hlæjandi og bætti við: „Við viljum auðvitað feta í þeirra fótspor, það er gaman að sjá hvað þjóðin fylkir sér á bak við þá og við finnum fyrir þessum meðbyr.“ Er þetta fjórða viðureign liðanna á stuttum tíma en Ísland hefur unnið alla þrjá leikina til þessa. Hafa þær skorað tólf mörk í þessum þremur leikjum og haldið markinu hreinu. Gunnhildur sagði erfitt að skoða Slóvenana. „Þetta er lið sem maður veit ekkert hvernig spilar fyrr en flautað er á. Þær eru orðnar öflugri og erfiðar viðfangs, þetta verður þolinmæðisverk en ef við spilum okkar leik tökum við þrjú stig. Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt í Slóveníu en náðum að brjóta þær niður og við erum undir það búnar ef það gerist aftur,“ sagði Gunnhildur en hún tók því fagnandi að vera með örlögin í eigin höndum. „Það er betra að hafa þetta í okkar höndum, þessi leikur er alveg jafn mikilvægur og leikirnir í september og við þurfum að mæta í hann af fagmennsku.“ Gunnhildi líður vel í NWSL-deildinni vestanhafs en hún segir að bandaríska deildin sé sú sterkasta sem hún hafi leikið í. „Mér líður mjög vel í Utah, þetta er skemmtileg deild og það eru öll lið mjög svipuð að getu þannig að þetta eru alltaf erfiðir leikir. Ég er mikil keppnismanneskja og vil þurfa að leggja 100% í alla leiki. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en við stefnum á úrslitakeppnina.“Vel mætt á alla leiki „Við erum í rauninni með alveg nýtt lið, erum með nýjan þjálfara og nýja leikmenn en bæjarfélagið hefur tekið okkur ótrúlega vel. Það eru 8.000 manns á öllum leikjum. Eigandinn sem á líka karlaliðið í bænum gerir allt fyrir okkur sem er eitthvað sem þekkist ekki alls staðar í kvennaboltanum,“ sagði Gunnhildur sem kann mjög vel við fjallaloftslagið. „Fjallið, umhverfið og náttúran. Þetta er allt saman frábært, bærinn er svolítið sérstakur en ég kann ótrúlega vel við mig í Utah.“ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikur með Utah Royals og íslenska kvennalandsliðinu, segir að íslenska liðið sé vel stemmt og tilbúið í leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Sigur í kvöld þýðir að stelpurnar okkar verði í toppsætinu fyrir lokaumferðirnar tvær í haust en efsta liðið kemst beint inn á Heimsmeistaramótið 2019 sem fram fer í Frakklandi. Gunnhildur segir eftirvæntinguna mikla. „Það er alltaf gaman að koma til móts við liðið og við vitum hversu mikilvægur leikurinn er, við þurfum þrjú stig hér ef við ætlum okkur að komast inn á HM þannig að eftirvæntingin er mikil. Við erum keppnismanneskjur og við getum ekki hleypt karlalandsliðinu á HM og komist svo ekki sjálfar,“ sagði Gunnhildur hlæjandi og bætti við: „Við viljum auðvitað feta í þeirra fótspor, það er gaman að sjá hvað þjóðin fylkir sér á bak við þá og við finnum fyrir þessum meðbyr.“ Er þetta fjórða viðureign liðanna á stuttum tíma en Ísland hefur unnið alla þrjá leikina til þessa. Hafa þær skorað tólf mörk í þessum þremur leikjum og haldið markinu hreinu. Gunnhildur sagði erfitt að skoða Slóvenana. „Þetta er lið sem maður veit ekkert hvernig spilar fyrr en flautað er á. Þær eru orðnar öflugri og erfiðar viðfangs, þetta verður þolinmæðisverk en ef við spilum okkar leik tökum við þrjú stig. Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt í Slóveníu en náðum að brjóta þær niður og við erum undir það búnar ef það gerist aftur,“ sagði Gunnhildur en hún tók því fagnandi að vera með örlögin í eigin höndum. „Það er betra að hafa þetta í okkar höndum, þessi leikur er alveg jafn mikilvægur og leikirnir í september og við þurfum að mæta í hann af fagmennsku.“ Gunnhildi líður vel í NWSL-deildinni vestanhafs en hún segir að bandaríska deildin sé sú sterkasta sem hún hafi leikið í. „Mér líður mjög vel í Utah, þetta er skemmtileg deild og það eru öll lið mjög svipuð að getu þannig að þetta eru alltaf erfiðir leikir. Ég er mikil keppnismanneskja og vil þurfa að leggja 100% í alla leiki. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en við stefnum á úrslitakeppnina.“Vel mætt á alla leiki „Við erum í rauninni með alveg nýtt lið, erum með nýjan þjálfara og nýja leikmenn en bæjarfélagið hefur tekið okkur ótrúlega vel. Það eru 8.000 manns á öllum leikjum. Eigandinn sem á líka karlaliðið í bænum gerir allt fyrir okkur sem er eitthvað sem þekkist ekki alls staðar í kvennaboltanum,“ sagði Gunnhildur sem kann mjög vel við fjallaloftslagið. „Fjallið, umhverfið og náttúran. Þetta er allt saman frábært, bærinn er svolítið sérstakur en ég kann ótrúlega vel við mig í Utah.“
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti