Viðskipti innlent

B5 hagnast um 41 milljón króna

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
B5 við Bankstræti 5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins.
B5 við Bankstræti 5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Vísir/Pjetur

Hagnaður skemmtistaðarins B5 við Bankastræti dróst saman um fjórðung á milli ára og nam 41 milljón króna árið 2017. Tekjur félagsins, Bankastræti 5 ehf., drógust saman um þrjú prósent á milli ára og voru 266 milljónir í fyrra.

Skemmtistaðurinn greiddi 50 milljónir króna í arð en ellefu milljónir árið áður. B5 er í eigu Kráarfélagsins sem aftur er í eigu Andra Sigþórssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns, og Þórðar Ágústssonar framkvæmdastjóra. Arðsemi eiginfjár nam 81 prósenti og eigið fé var 46 milljónir króna í árslok.

Eiginfjárhlutfallið var 70%. B5 skuldar ekki lánastofnunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.