Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2018 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Seðlabanki Íslands Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að „henda barninu út með baðvatninu.“ Þetta kom fram við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun en nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25%. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu skilaði í síðustu viku skýrslu um tillögur sínar. Ein af tillögum starfshópsins er að sú vísitala sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs sé undanskilin húsnæðislið. Verðbólgumarkmið skuli áfram miðast við 2,5% en sú verðvísitala sem verðbólgumarkmið byggist á skuli ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Hins vegar er starfshópurinn ekki að leggja til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr útreikningi á vísitölu neysluverðs, sem sé í verkahring Hagstofu Íslands, meðal annars vegna sjálfstæði Hagstofunnar sem ríkisstofnunar. Már Guðmundsson sagði að það væri ekki alveg fyllilega ljóst hvað starfshópurinn vildi gera varðandi útreikning á verðbólgumarkmiði og má skilja orð hans þannig að starfshópurinn hafi verið að hringla með þessa tvo hluti í skýrslunni en hann er ekki sá eini sem hefur upplifað texta skýrslunnar með þessum hætti. Már sagði sjálfsagt að fara yfir það hvað útreikningar ættu að vera undirliggjandi þegar verðbólglumarkmiðiðið væri annars vegar.Höfum engin áhrif á olíuverð en engum dettur í hug að taka það út „Þegar verið er að ákveða hvað verðbólgumarkmið eigi að vera og hvað eigi að miða við, þá er ekkert endilega verið að hugsa um það hvort að seðlabankar geti haft stjórn á öllum undirliðum þeirra vísitalna. Tökum bara dæmi. Olíuverð er inni, beint eða óbeint, í vísitölu neysluverðs en við höfum náttúrulega engin áhrif á það en það hefur enginn lagt til að það sé tekið út úr markmiðinu. Af hverju? Jú, af því að markmiðið hlýtur að lúta að einhverju sem varðar almenning. Allt er þetta gert til þess að efla almenna velferð. Þá er náttúrlega ljóst að stöðugleiki í almennum (útgjöldum) er það sem mestu máli skiptir. Ef við erum að hámarka velferð. Ekki bara taka einhverja þætti svona handahófskennt út. Í því samhengi eru sterk hagfræðileg rök fyrir því að vera almennt með einhverja mælingu á kostnaði fólks við íbúðarhúsnæði. Ef að fólk hefur lagt í það að fjárfesta og eiga íbúðarhúsnæði þá er eina leiðin, til þess að reikna einhvers konar notendakostnað eigin íbúðarhúsnæðis, það sem Hagstofan hefur gert. Þetta voru rökin fyrir því að hafa þetta með á sínum tíma. Rannsóknir síðar hafa líka sýnt að það að hafa fasteignaliðinn, hann er ágætis vísbending um framtíðarverðbólgu og svo verða sveiflueiginleikarnir líka betri því raunfasteignaverð sveiflast með viðskiptakjörum og hagsveiflunni. Þá dempar peningastefnan þessa sveiflu meira. Vextir eru þá hærri í uppsveiflu en ella og lægri í niðursveiflu. Margir myndu segja að það væri ákjósanlegt.“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Kemur húsnæðisliðurinn of hratt inn í verðbólgumælingar? Már vitnaði til þess sem kemur fram í álitsgerð Athanasios Orphanides, fyrrverandi seðlabankastjóra Kýpur og Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands en þeir unnu með starfshópi um framtíð peningastefnunnar. Í skýrslu starfshópsins segir um álit þeirra: „Að þeirra (Orphanides og Honohan) áliti er hægt að færa rök bæði með og móti því að taka tillit til húsnæðisverðs í verðbólgumarkmiðinu sjálfu. Þá jafnframt telja þeir að aðferðafræði Hagstofunnar falli innan viðurkennds ramma við mat á húsnæðiskostnaði. Hins vegar, að þeirra áliti, er sú mæliaðferð sem Hagstofan hefur valið mjög viðkvæm fyrir skammtímabreytingum á húsnæðisverði sem hljóti að skapa vandamál við framfylgd verðbólgumarkmiðs. Þeirra tillaga að lausn felst í því að Seðlabankinn geri greinarmun á langtíma og skammtíma sveiflum húsnæðisverðs: Áfram skal miða við visitölu neysluverðs – líkt og nú þekkist – en þegar húsnæðisverð hækkar verulega umfram aðrar neysluvörur þá skuli líta til vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Þannig geti Seðlabankinn í raun leitt hjá sér miklar hækkanir á húsnæðisverði. Þessi tillaga þeirra Honahan og Orphanides eykur sveigjanleika peningastefnunnar þar sem Seðlabankanum leyfist að líta framhjá skammtíma verðsveiflum húsnæðis.“ (bls. 151). Már sagði á fundinum í morgun um þetta: „Er mælingin þannig að þetta er að koma of hvikt inn? Þá kemur ýmislegt til að bregðast við því vandamáli. Eitt er auðvitað að taka fasteignaliðinn út en það er svolítið eins og sagt er að henda barninu út með baðvatninu.“ Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að „henda barninu út með baðvatninu.“ Þetta kom fram við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun en nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25%. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu skilaði í síðustu viku skýrslu um tillögur sínar. Ein af tillögum starfshópsins er að sú vísitala sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs sé undanskilin húsnæðislið. Verðbólgumarkmið skuli áfram miðast við 2,5% en sú verðvísitala sem verðbólgumarkmið byggist á skuli ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Hins vegar er starfshópurinn ekki að leggja til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr útreikningi á vísitölu neysluverðs, sem sé í verkahring Hagstofu Íslands, meðal annars vegna sjálfstæði Hagstofunnar sem ríkisstofnunar. Már Guðmundsson sagði að það væri ekki alveg fyllilega ljóst hvað starfshópurinn vildi gera varðandi útreikning á verðbólgumarkmiði og má skilja orð hans þannig að starfshópurinn hafi verið að hringla með þessa tvo hluti í skýrslunni en hann er ekki sá eini sem hefur upplifað texta skýrslunnar með þessum hætti. Már sagði sjálfsagt að fara yfir það hvað útreikningar ættu að vera undirliggjandi þegar verðbólglumarkmiðiðið væri annars vegar.Höfum engin áhrif á olíuverð en engum dettur í hug að taka það út „Þegar verið er að ákveða hvað verðbólgumarkmið eigi að vera og hvað eigi að miða við, þá er ekkert endilega verið að hugsa um það hvort að seðlabankar geti haft stjórn á öllum undirliðum þeirra vísitalna. Tökum bara dæmi. Olíuverð er inni, beint eða óbeint, í vísitölu neysluverðs en við höfum náttúrulega engin áhrif á það en það hefur enginn lagt til að það sé tekið út úr markmiðinu. Af hverju? Jú, af því að markmiðið hlýtur að lúta að einhverju sem varðar almenning. Allt er þetta gert til þess að efla almenna velferð. Þá er náttúrlega ljóst að stöðugleiki í almennum (útgjöldum) er það sem mestu máli skiptir. Ef við erum að hámarka velferð. Ekki bara taka einhverja þætti svona handahófskennt út. Í því samhengi eru sterk hagfræðileg rök fyrir því að vera almennt með einhverja mælingu á kostnaði fólks við íbúðarhúsnæði. Ef að fólk hefur lagt í það að fjárfesta og eiga íbúðarhúsnæði þá er eina leiðin, til þess að reikna einhvers konar notendakostnað eigin íbúðarhúsnæðis, það sem Hagstofan hefur gert. Þetta voru rökin fyrir því að hafa þetta með á sínum tíma. Rannsóknir síðar hafa líka sýnt að það að hafa fasteignaliðinn, hann er ágætis vísbending um framtíðarverðbólgu og svo verða sveiflueiginleikarnir líka betri því raunfasteignaverð sveiflast með viðskiptakjörum og hagsveiflunni. Þá dempar peningastefnan þessa sveiflu meira. Vextir eru þá hærri í uppsveiflu en ella og lægri í niðursveiflu. Margir myndu segja að það væri ákjósanlegt.“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Kemur húsnæðisliðurinn of hratt inn í verðbólgumælingar? Már vitnaði til þess sem kemur fram í álitsgerð Athanasios Orphanides, fyrrverandi seðlabankastjóra Kýpur og Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands en þeir unnu með starfshópi um framtíð peningastefnunnar. Í skýrslu starfshópsins segir um álit þeirra: „Að þeirra (Orphanides og Honohan) áliti er hægt að færa rök bæði með og móti því að taka tillit til húsnæðisverðs í verðbólgumarkmiðinu sjálfu. Þá jafnframt telja þeir að aðferðafræði Hagstofunnar falli innan viðurkennds ramma við mat á húsnæðiskostnaði. Hins vegar, að þeirra áliti, er sú mæliaðferð sem Hagstofan hefur valið mjög viðkvæm fyrir skammtímabreytingum á húsnæðisverði sem hljóti að skapa vandamál við framfylgd verðbólgumarkmiðs. Þeirra tillaga að lausn felst í því að Seðlabankinn geri greinarmun á langtíma og skammtíma sveiflum húsnæðisverðs: Áfram skal miða við visitölu neysluverðs – líkt og nú þekkist – en þegar húsnæðisverð hækkar verulega umfram aðrar neysluvörur þá skuli líta til vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Þannig geti Seðlabankinn í raun leitt hjá sér miklar hækkanir á húsnæðisverði. Þessi tillaga þeirra Honahan og Orphanides eykur sveigjanleika peningastefnunnar þar sem Seðlabankanum leyfist að líta framhjá skammtíma verðsveiflum húsnæðis.“ (bls. 151). Már sagði á fundinum í morgun um þetta: „Er mælingin þannig að þetta er að koma of hvikt inn? Þá kemur ýmislegt til að bregðast við því vandamáli. Eitt er auðvitað að taka fasteignaliðinn út en það er svolítið eins og sagt er að henda barninu út með baðvatninu.“
Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent