Körfubolti

Sjáðu Steph Curry stinga öryggisverðina sína af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steph Curry með NBA bikarinn.
Steph Curry með NBA bikarinn. Vísir/Getty

Varnarmenn NBA-deildarinnar eiga oft í miklum vandræðum með fylgja Steph Curry eftir inn á vellinum og það er því kannski hægt að fyrirgefa öryggisvörðunum fyrir að hafa misst af bakverði NBA-meistara Golden State Warriors.

Steph Curry skemmti sér og öðrum í sigurskrúðgöngu Golden State Warriors og hafði ekki miklar áhyggjur af öryggismálum sumum til mikilar mæðu.

Fullt af öryggisvörðum voru á svæðinu til að passa upp á leikmenn NBA-meistaranna en þúsundir fólks voru mætt á götur Oakland til að hylla hetjurnar sínar.

Golden State Warriors varð á dögunum NBA-meistari annað árið í röð og í þriðja skiptið á aðeins fjórum árum.

Steph Curry var í miðju viðtali að tala um það hvernig hann ætlaði að njóta þess að fagna titlinum með stuðningsfólkinu þegar hann snéri sér á punktinum og þaut af stað.

Það má sjá myndband af þessu hér fyrir neðan en „hraðaupphlaup“ Steph Curry hefst eftir sex og hálfa mínútu.
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.