Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 16:15 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45