Durant skaut Cleveland í kaf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2018 07:16 Durant sækir hér að körfu Cleveland í nótt. vísir/getty Meistarar Golden State Warriors eru aðeins einum sigri frá því að sópa Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar eftir 102-110 sigur í Cleveland í nótt. Staðan í einvígi liðanna er því 3-0. Stjarna leiksins í nótt var Kevin Durant en hann var óstöðvandi. Durant skoraði 43 stig og tók 13 fráköst. Steph Curry var næstur með 11 stig og þeir Draymond Green, Klay Thompson og JaVale McGee skoruðu allir 10. LeBron James skilaði sínu eins og venjulega fyrir Cleveland. Var með sína tíunda þreföldu tvennu í úrslitunum frá upphafi en það dugði ekki til. Hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kevin Love næstur í liði Cavaliers með 20 stig.Kevin Durant clinches the game in #PhantomCam! #DubNation#NBAFinalspic.twitter.com/1i4UMRp3qs — NBA (@NBA) June 7, 2018 „Við erum með mikla dýpt og margir sem geta hjálpað okkur. Við eigum samt að tala um Kevin Durant eftir þennan leik. Þetta var ótrúleg frammistaða í kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. „Það getur enginn í heiminum sett þessi skot niður nema hann. Hann var ótrúlegur.“ Durant þurfti vissulega að bera liðið á bakinu því Curry gat ekki neitt. Hitti aðeins úr þremur af 16 skotum sínum. Hann hitti svo aðeins úr einu þriggja stiga skoti af tíu. „Þetta er lúxusinn hjá okkur að vera með alla þessa skorara. Það geta allir átt stórleik og ef menn hitta ekki á það þá tekur bara einhver annar upp keflið. Að því sögðu var þessi frammistaða Durant lygileg. Hann hitti alltaf er okkur vantaði körfu,“ sagði Kerr kátur með sína menn. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Meistarar Golden State Warriors eru aðeins einum sigri frá því að sópa Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar eftir 102-110 sigur í Cleveland í nótt. Staðan í einvígi liðanna er því 3-0. Stjarna leiksins í nótt var Kevin Durant en hann var óstöðvandi. Durant skoraði 43 stig og tók 13 fráköst. Steph Curry var næstur með 11 stig og þeir Draymond Green, Klay Thompson og JaVale McGee skoruðu allir 10. LeBron James skilaði sínu eins og venjulega fyrir Cleveland. Var með sína tíunda þreföldu tvennu í úrslitunum frá upphafi en það dugði ekki til. Hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kevin Love næstur í liði Cavaliers með 20 stig.Kevin Durant clinches the game in #PhantomCam! #DubNation#NBAFinalspic.twitter.com/1i4UMRp3qs — NBA (@NBA) June 7, 2018 „Við erum með mikla dýpt og margir sem geta hjálpað okkur. Við eigum samt að tala um Kevin Durant eftir þennan leik. Þetta var ótrúleg frammistaða í kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. „Það getur enginn í heiminum sett þessi skot niður nema hann. Hann var ótrúlegur.“ Durant þurfti vissulega að bera liðið á bakinu því Curry gat ekki neitt. Hitti aðeins úr þremur af 16 skotum sínum. Hann hitti svo aðeins úr einu þriggja stiga skoti af tíu. „Þetta er lúxusinn hjá okkur að vera með alla þessa skorara. Það geta allir átt stórleik og ef menn hitta ekki á það þá tekur bara einhver annar upp keflið. Að því sögðu var þessi frammistaða Durant lygileg. Hann hitti alltaf er okkur vantaði körfu,“ sagði Kerr kátur með sína menn.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira