Farþegum WOW air fjölgaði um 60 prósent í maí Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:30 Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Vísir/Getty WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London. Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London.
Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira