Körfubolti

Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Þór í búningi Tindastóls.
Brynjar Þór í búningi Tindastóls. tindastóll

Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól.

Brynjar Þór skrifaði undir tveggja ára samning við Stólana í dag en endurskoðunarákvæði er í samningnum að ári liðnu. Skrifað var undir samninginn í Olís í Borgarnesi. Hvar annars staðar? „Þetta er besta vegasjoppan á landinu,“ sagði Stefán Jónsson hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Þetta er gríðarlegt högg fyrir Íslandsmeistarana enda hefur Brynjar Þór verið algjör lykilmaður í liði KR lengi og maðurinn sem hefur klárað ófáa leiki fyrir liðið í gegnum tíðina.

Darri Hilmarsson er einnig farinn frá KR en hann flutti til Svíþjóðar. Svo hætti þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson í vikunni eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. KR er því án þjálfara og fyrirliðinn horfinn á braut.
XAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.