Körfubolti

Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum.
Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum. Vísir/bára

Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag.

Fyrirliði Íslandsmeistaraliðs KR undanfarin fimm ár hefur slegið flest virtustu metin á tíma sínum í Vesturbænum og hann skilur eftir sig magnaða tölfræði.

Tímabilið í vetur var það þrettánda sem Brynjar spilar með KR í úrvalsdeildinni en hann lék eitt ár sem atvinnumaður í Svíþjóð og var einnig hálft tímabil við nám í Bandaríkjunum.

Fyrsta tímabil Brynjars var tímabilið 2004-05. Hann vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil 2007 og hefur undanfarin fimm ár lyft ellefu stórum bikunum sem fyrirliði KR-liðsins.

Brynjar eignaðist stigametið hjá KR í úrvalsdeild karla í vetur en það var áður í eigu Guðna Guðnasonar. Brynjar hafði áður slegið leikjametið. Tölfræði Brynjars í úrslitakeppninni er síðan algjörlega sér á báti hjá KR.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu tölfræði Brynjars sem leikmanns KR í efstu deild karla í körfubolta.

Ferill Brynjars Þórs Björnssonar hjá KR í tölum:
13 tímabil í úrvalsdeild
75,8 prósent sigurhlutfall í úrvalsdeild (194 sigrar - 62 töp)
68,4 prósent sigurhlutfall í úrslitakeppni úrvalsdeildar (78 sigrar - 36 töp)
13,1 stig að meðaltali í leik í úrvalsdeild
11,9 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppni úrvalsdeildar

Ferillinn í nokkrum staðreyndum:
370 leikir með KR á Íslandsmóti (úrvalsdeild+úrslitakeppni)
4704 stig í leikjum með KR á Íslandsmóti (úrvalsdeild+úrslitakeppni)
870 þristar í leikjum með KR á Íslandsmóti (úrvalsdeild+úrslitakeppni)
Tíu 200 stiga tímabil með KR í úrvalsdeild (deildarkeppni)
Sjö 50 þrista tímabil með KR í úrvalsdeild (deildarkeppni)
8 Íslandsmeistaratitlar
6 deildarmeistaratitlar í úrvalsdeild
3 bikarmeistaratitlar
Hefur fimm sinnum lyft Íslandsmeistarabikarnum

Nokkur met sem Brynjar Þór Björnsson á líka hjá KR í úrvalsdeild:
256 leikir fyrir KR í úrvalsdeild
3353 stig fyrir KR í úrvalsdeild  
620 þristar fyrir KR í úrvalsdeild  
194 sigurleikir spilaðir með KR í úrvalsdeild  
114 leikir fyrir KR í úrslitakeppni úrvalsdeildar
1351 stig fyrir KR í úrslitakeppni úrvalsdeildar
250 þristar fyrir KR í úrslitakeppni úrvalsdeildar
78 sigurleikir spilaðir með KR í úrslitakeppni úrvalsdeildarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.