Hagnaður Samkaupa dróst saman um átján prósent á milli ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Afkoma Samkaupa versnaði í fyrra. Vísir/pjetur Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvörukeðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruverslunum krefjandi, sér í lagi vegna innreiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaupfélagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í matvörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 milljónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal annars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvörukeðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruverslunum krefjandi, sér í lagi vegna innreiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaupfélagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í matvörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 milljónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal annars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15