Guðmundur: Ætlum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 14:30 Guðmundur valdi stóran hóp. vísir Ísland mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019 nú í júní. Fyrri leikurinn er ytra 8. júní og sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð brattur fyrir verkefninu framundan á æfingu landsliðsins í gær. „Við erum búnir að æfa vel þessa viku, höfum verið að leggja áherslu á varnarleik og koma honum heim og saman. Bæði í kvöld og á morgun erum við að leggja meiri áherslu á að skoða sóknarleikinn. Það er verið að vinna í mörgum hlutum en leikmenn eru búnir að æfa mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það tekur oft lengri tíma að koma honum í samt lag því menn eru að koma úr ólíkum liðum og spila mjög ólíkan varnarleik. Það er oft auðveldara að púsla saman sóknarleiknum því menn eru að spila mikið til sömu kerfin í heiminum almennt. Það er aðeins minni vinna.“ Litháen er ekki mjög hátt skrifuð þjóð í alþjóðahandboltanum og hafa þeir aðeins einu sinni komist á HM og einu sinni á EM í sögu þessara keppna, bæði skiptin voru undir lok síðustu aldar. Íslendingar hafa hins vegar verið á öllum stórmótum nema einu, HM í Króatíu 2009, síðan um aldamótin. „Þetta verða erfiðir leikir en við ætlum okkur að komast inn á HM. Það er alveg ljóst hvað markmiðið er. En andstæðingurinn er stórhættulegur og þeir hafa verið að spila mjög vel og náð góðum úrslitum á móti stórum þjóðum eins og til dæmis Norðmönnum og Frökkum.“ „Þetta er lið sem við getum ekki vanmetið á nokkurn hátt. Við þurfum að spila mjög góðan varnarleik og markvarslan að fylgja í kjölfarið. Við þurfum líka að vera skynsamir sóknarlega. Það er þannig í þessum leikjum þar sem þeir hafa spilað í Litháen að þeir spila mjög agressívt og koma mjög framarlega, við þurfum að vera svolítið klókir í okkar aðgerðum og ná eins hagstæðum úrslitum úti og möguleiki er á.“ Landsliðshópurinn sem Guðmundur valdi til æfinga fyrir þessa leiki er stór, 30 manna hópur, og í honum er mikið af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Hvernig gengur að stilla hópnum saman? „Það gengur vel. Þeir eru búnir að standa sig vel og frábært að vinna með þá. Við vorum með stóran hóp og höfum verið að vinna með rétt um 20 menn í hvert skipti. Það hefur gengið mjög vel og þeir hafa staðið sig vel.“ Guðmundur sagði standið á flestum í hópnum vera þokkalegt, smávægileg meiðsli hér og þar en eins og er ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af. Handbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Ísland mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019 nú í júní. Fyrri leikurinn er ytra 8. júní og sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð brattur fyrir verkefninu framundan á æfingu landsliðsins í gær. „Við erum búnir að æfa vel þessa viku, höfum verið að leggja áherslu á varnarleik og koma honum heim og saman. Bæði í kvöld og á morgun erum við að leggja meiri áherslu á að skoða sóknarleikinn. Það er verið að vinna í mörgum hlutum en leikmenn eru búnir að æfa mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það tekur oft lengri tíma að koma honum í samt lag því menn eru að koma úr ólíkum liðum og spila mjög ólíkan varnarleik. Það er oft auðveldara að púsla saman sóknarleiknum því menn eru að spila mikið til sömu kerfin í heiminum almennt. Það er aðeins minni vinna.“ Litháen er ekki mjög hátt skrifuð þjóð í alþjóðahandboltanum og hafa þeir aðeins einu sinni komist á HM og einu sinni á EM í sögu þessara keppna, bæði skiptin voru undir lok síðustu aldar. Íslendingar hafa hins vegar verið á öllum stórmótum nema einu, HM í Króatíu 2009, síðan um aldamótin. „Þetta verða erfiðir leikir en við ætlum okkur að komast inn á HM. Það er alveg ljóst hvað markmiðið er. En andstæðingurinn er stórhættulegur og þeir hafa verið að spila mjög vel og náð góðum úrslitum á móti stórum þjóðum eins og til dæmis Norðmönnum og Frökkum.“ „Þetta er lið sem við getum ekki vanmetið á nokkurn hátt. Við þurfum að spila mjög góðan varnarleik og markvarslan að fylgja í kjölfarið. Við þurfum líka að vera skynsamir sóknarlega. Það er þannig í þessum leikjum þar sem þeir hafa spilað í Litháen að þeir spila mjög agressívt og koma mjög framarlega, við þurfum að vera svolítið klókir í okkar aðgerðum og ná eins hagstæðum úrslitum úti og möguleiki er á.“ Landsliðshópurinn sem Guðmundur valdi til æfinga fyrir þessa leiki er stór, 30 manna hópur, og í honum er mikið af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Hvernig gengur að stilla hópnum saman? „Það gengur vel. Þeir eru búnir að standa sig vel og frábært að vinna með þá. Við vorum með stóran hóp og höfum verið að vinna með rétt um 20 menn í hvert skipti. Það hefur gengið mjög vel og þeir hafa staðið sig vel.“ Guðmundur sagði standið á flestum í hópnum vera þokkalegt, smávægileg meiðsli hér og þar en eins og er ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af.
Handbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira