Guðmundur: Ætlum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 14:30 Guðmundur valdi stóran hóp. vísir Ísland mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019 nú í júní. Fyrri leikurinn er ytra 8. júní og sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð brattur fyrir verkefninu framundan á æfingu landsliðsins í gær. „Við erum búnir að æfa vel þessa viku, höfum verið að leggja áherslu á varnarleik og koma honum heim og saman. Bæði í kvöld og á morgun erum við að leggja meiri áherslu á að skoða sóknarleikinn. Það er verið að vinna í mörgum hlutum en leikmenn eru búnir að æfa mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það tekur oft lengri tíma að koma honum í samt lag því menn eru að koma úr ólíkum liðum og spila mjög ólíkan varnarleik. Það er oft auðveldara að púsla saman sóknarleiknum því menn eru að spila mikið til sömu kerfin í heiminum almennt. Það er aðeins minni vinna.“ Litháen er ekki mjög hátt skrifuð þjóð í alþjóðahandboltanum og hafa þeir aðeins einu sinni komist á HM og einu sinni á EM í sögu þessara keppna, bæði skiptin voru undir lok síðustu aldar. Íslendingar hafa hins vegar verið á öllum stórmótum nema einu, HM í Króatíu 2009, síðan um aldamótin. „Þetta verða erfiðir leikir en við ætlum okkur að komast inn á HM. Það er alveg ljóst hvað markmiðið er. En andstæðingurinn er stórhættulegur og þeir hafa verið að spila mjög vel og náð góðum úrslitum á móti stórum þjóðum eins og til dæmis Norðmönnum og Frökkum.“ „Þetta er lið sem við getum ekki vanmetið á nokkurn hátt. Við þurfum að spila mjög góðan varnarleik og markvarslan að fylgja í kjölfarið. Við þurfum líka að vera skynsamir sóknarlega. Það er þannig í þessum leikjum þar sem þeir hafa spilað í Litháen að þeir spila mjög agressívt og koma mjög framarlega, við þurfum að vera svolítið klókir í okkar aðgerðum og ná eins hagstæðum úrslitum úti og möguleiki er á.“ Landsliðshópurinn sem Guðmundur valdi til æfinga fyrir þessa leiki er stór, 30 manna hópur, og í honum er mikið af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Hvernig gengur að stilla hópnum saman? „Það gengur vel. Þeir eru búnir að standa sig vel og frábært að vinna með þá. Við vorum með stóran hóp og höfum verið að vinna með rétt um 20 menn í hvert skipti. Það hefur gengið mjög vel og þeir hafa staðið sig vel.“ Guðmundur sagði standið á flestum í hópnum vera þokkalegt, smávægileg meiðsli hér og þar en eins og er ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af. Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Ísland mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019 nú í júní. Fyrri leikurinn er ytra 8. júní og sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð brattur fyrir verkefninu framundan á æfingu landsliðsins í gær. „Við erum búnir að æfa vel þessa viku, höfum verið að leggja áherslu á varnarleik og koma honum heim og saman. Bæði í kvöld og á morgun erum við að leggja meiri áherslu á að skoða sóknarleikinn. Það er verið að vinna í mörgum hlutum en leikmenn eru búnir að æfa mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það tekur oft lengri tíma að koma honum í samt lag því menn eru að koma úr ólíkum liðum og spila mjög ólíkan varnarleik. Það er oft auðveldara að púsla saman sóknarleiknum því menn eru að spila mikið til sömu kerfin í heiminum almennt. Það er aðeins minni vinna.“ Litháen er ekki mjög hátt skrifuð þjóð í alþjóðahandboltanum og hafa þeir aðeins einu sinni komist á HM og einu sinni á EM í sögu þessara keppna, bæði skiptin voru undir lok síðustu aldar. Íslendingar hafa hins vegar verið á öllum stórmótum nema einu, HM í Króatíu 2009, síðan um aldamótin. „Þetta verða erfiðir leikir en við ætlum okkur að komast inn á HM. Það er alveg ljóst hvað markmiðið er. En andstæðingurinn er stórhættulegur og þeir hafa verið að spila mjög vel og náð góðum úrslitum á móti stórum þjóðum eins og til dæmis Norðmönnum og Frökkum.“ „Þetta er lið sem við getum ekki vanmetið á nokkurn hátt. Við þurfum að spila mjög góðan varnarleik og markvarslan að fylgja í kjölfarið. Við þurfum líka að vera skynsamir sóknarlega. Það er þannig í þessum leikjum þar sem þeir hafa spilað í Litháen að þeir spila mjög agressívt og koma mjög framarlega, við þurfum að vera svolítið klókir í okkar aðgerðum og ná eins hagstæðum úrslitum úti og möguleiki er á.“ Landsliðshópurinn sem Guðmundur valdi til æfinga fyrir þessa leiki er stór, 30 manna hópur, og í honum er mikið af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Hvernig gengur að stilla hópnum saman? „Það gengur vel. Þeir eru búnir að standa sig vel og frábært að vinna með þá. Við vorum með stóran hóp og höfum verið að vinna með rétt um 20 menn í hvert skipti. Það hefur gengið mjög vel og þeir hafa staðið sig vel.“ Guðmundur sagði standið á flestum í hópnum vera þokkalegt, smávægileg meiðsli hér og þar en eins og er ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af.
Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira