Guðmundur: Ætlum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 14:30 Guðmundur valdi stóran hóp. vísir Ísland mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019 nú í júní. Fyrri leikurinn er ytra 8. júní og sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð brattur fyrir verkefninu framundan á æfingu landsliðsins í gær. „Við erum búnir að æfa vel þessa viku, höfum verið að leggja áherslu á varnarleik og koma honum heim og saman. Bæði í kvöld og á morgun erum við að leggja meiri áherslu á að skoða sóknarleikinn. Það er verið að vinna í mörgum hlutum en leikmenn eru búnir að æfa mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það tekur oft lengri tíma að koma honum í samt lag því menn eru að koma úr ólíkum liðum og spila mjög ólíkan varnarleik. Það er oft auðveldara að púsla saman sóknarleiknum því menn eru að spila mikið til sömu kerfin í heiminum almennt. Það er aðeins minni vinna.“ Litháen er ekki mjög hátt skrifuð þjóð í alþjóðahandboltanum og hafa þeir aðeins einu sinni komist á HM og einu sinni á EM í sögu þessara keppna, bæði skiptin voru undir lok síðustu aldar. Íslendingar hafa hins vegar verið á öllum stórmótum nema einu, HM í Króatíu 2009, síðan um aldamótin. „Þetta verða erfiðir leikir en við ætlum okkur að komast inn á HM. Það er alveg ljóst hvað markmiðið er. En andstæðingurinn er stórhættulegur og þeir hafa verið að spila mjög vel og náð góðum úrslitum á móti stórum þjóðum eins og til dæmis Norðmönnum og Frökkum.“ „Þetta er lið sem við getum ekki vanmetið á nokkurn hátt. Við þurfum að spila mjög góðan varnarleik og markvarslan að fylgja í kjölfarið. Við þurfum líka að vera skynsamir sóknarlega. Það er þannig í þessum leikjum þar sem þeir hafa spilað í Litháen að þeir spila mjög agressívt og koma mjög framarlega, við þurfum að vera svolítið klókir í okkar aðgerðum og ná eins hagstæðum úrslitum úti og möguleiki er á.“ Landsliðshópurinn sem Guðmundur valdi til æfinga fyrir þessa leiki er stór, 30 manna hópur, og í honum er mikið af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Hvernig gengur að stilla hópnum saman? „Það gengur vel. Þeir eru búnir að standa sig vel og frábært að vinna með þá. Við vorum með stóran hóp og höfum verið að vinna með rétt um 20 menn í hvert skipti. Það hefur gengið mjög vel og þeir hafa staðið sig vel.“ Guðmundur sagði standið á flestum í hópnum vera þokkalegt, smávægileg meiðsli hér og þar en eins og er ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af. Handbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Ísland mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019 nú í júní. Fyrri leikurinn er ytra 8. júní og sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð brattur fyrir verkefninu framundan á æfingu landsliðsins í gær. „Við erum búnir að æfa vel þessa viku, höfum verið að leggja áherslu á varnarleik og koma honum heim og saman. Bæði í kvöld og á morgun erum við að leggja meiri áherslu á að skoða sóknarleikinn. Það er verið að vinna í mörgum hlutum en leikmenn eru búnir að æfa mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það tekur oft lengri tíma að koma honum í samt lag því menn eru að koma úr ólíkum liðum og spila mjög ólíkan varnarleik. Það er oft auðveldara að púsla saman sóknarleiknum því menn eru að spila mikið til sömu kerfin í heiminum almennt. Það er aðeins minni vinna.“ Litháen er ekki mjög hátt skrifuð þjóð í alþjóðahandboltanum og hafa þeir aðeins einu sinni komist á HM og einu sinni á EM í sögu þessara keppna, bæði skiptin voru undir lok síðustu aldar. Íslendingar hafa hins vegar verið á öllum stórmótum nema einu, HM í Króatíu 2009, síðan um aldamótin. „Þetta verða erfiðir leikir en við ætlum okkur að komast inn á HM. Það er alveg ljóst hvað markmiðið er. En andstæðingurinn er stórhættulegur og þeir hafa verið að spila mjög vel og náð góðum úrslitum á móti stórum þjóðum eins og til dæmis Norðmönnum og Frökkum.“ „Þetta er lið sem við getum ekki vanmetið á nokkurn hátt. Við þurfum að spila mjög góðan varnarleik og markvarslan að fylgja í kjölfarið. Við þurfum líka að vera skynsamir sóknarlega. Það er þannig í þessum leikjum þar sem þeir hafa spilað í Litháen að þeir spila mjög agressívt og koma mjög framarlega, við þurfum að vera svolítið klókir í okkar aðgerðum og ná eins hagstæðum úrslitum úti og möguleiki er á.“ Landsliðshópurinn sem Guðmundur valdi til æfinga fyrir þessa leiki er stór, 30 manna hópur, og í honum er mikið af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu. Hvernig gengur að stilla hópnum saman? „Það gengur vel. Þeir eru búnir að standa sig vel og frábært að vinna með þá. Við vorum með stóran hóp og höfum verið að vinna með rétt um 20 menn í hvert skipti. Það hefur gengið mjög vel og þeir hafa staðið sig vel.“ Guðmundur sagði standið á flestum í hópnum vera þokkalegt, smávægileg meiðsli hér og þar en eins og er ekkert sem áhyggjur þarf að hafa af.
Handbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira