Viðskipti innlent

IKEA innkallar reiðhjól

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Beltadrif reiðhjólanna getur slitnað fyrirvaralaust.
Beltadrif reiðhjólanna getur slitnað fyrirvaralaust. IKEA

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að innkalla hin svokölluðu SLADDA reiðhól. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það sé vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu.

Beltadrifið geti þannig slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls.

„IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Viðskiptavinir IKEA sem eiga SLADDA reiðhjól eru beðnir að hætta notkun þess og skila því í IKEA verslunina og fá að fullu endurgreitt. Fylgihlutir sem sérhannaðir eru til notkunar með SLADDA verða einnig endurgreiddir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.