Þjálfari Cleveland Cavaliers: Besti leikur LeBrons á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 17:15 LeBron James sýndi enn á ný snilli sína í nótt. Vísir/Getty LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018 NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Sjá meira
LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Sjá meira