Bensíntankurinn alveg tómur Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 09:00 Íslensku strákarnir fagna titlinum. guðmundur svansson Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið er hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad tryggðu sér sænska meistaratitilinn í handbolta á dögunum. Er þetta fjórði meistaratitill félagsins í röð og sá áttundi í sögu félagsins. Þurfti framlengingu til að útkljá hvort liðið yrði meistari í leik Kristianstad gegn Malmö en þar reyndist Kristianstad sterkara liðið og náði að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu en Gunnar Steinn og Arnar Freyr voru að vinna sinn annan meistaratitil í Svíþjóð eftir að hafa komið til félagsins árið 2016.Verðskuldað frí fram undan Ólafur tók sumarfríinu fagnandi þegar Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir langt og strangt tímabil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn ásamt því að fara alla leið í deildinni heima fyrir. „Þetta er annar titill minn sem fyrirliði og þessi var virkilega ánægjulegur. Það voru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli tímabila og þetta var mjög langt og strangt tímabil. Við vorum í sterkum riðli í Meistaradeildinni og sýndum þar að við erum eitt af sextán bestu liðum Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn er bensíntankurinn alveg tómur, andlega og líkamlega þessa stundina. Við spiluðum næstflesta leiki í Evrópu í vetur en náðum samt að klára þetta og um leið tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er gulrótin fyrir okkur, þar mætir maður sterkustu liðum heims og fær meiri prófraun, við viljum halda okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir að það sé pressa á liðinu frá heimamönnum. „Það gat verið á köflum erfitt að halda einbeitingu í deildinni og halda okkur gangandi á sama tíma og áhuginn jókst með hverri viku í bænum. Það hélt manni á tánum og veitti manni aukna hvatningu til að gera þetta fyrir bæjarfélagið.“Líður vel í Svíþjóð Ólafur framlengdi samning sinn hjá Kristianstad fyrir áramót en hann er með samning út næstu tvö tímabil. Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og Þýskalandi en hann ákvað að framlengja frekar í Svíþjóð þar sem hann er fyrirliði meistaraliðsins. „Ég framlengdi í vetur enda líður mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og bætti við. „Það voru klúbbar í Þýskalandi og Frakklandi sem sýndu manni áhuga og lið frá öðrum löndum, sumt af þessu var spennandi og það var alveg möguleiki á að prófa eitthvað nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir atvinnumennsku að það getur verið breytilegt hvar þú býrð en hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og eigum í góðu sambandi við aðrar fjölskyldur hér.“Hann vildi frekar leika áfram í Meistaradeildinni, sterkustu keppni Evrópu „Ég spila í liði sem stefnir á titilinn heima á sama tíma og við erum að feta okkur áfram í Meistaradeildinni. Þar erum við að spila við sterkustu lið heims og ég kaus það frekar en að fara í sterkari deild eins og í Þýskalandi og vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur. Handbolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið er hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad tryggðu sér sænska meistaratitilinn í handbolta á dögunum. Er þetta fjórði meistaratitill félagsins í röð og sá áttundi í sögu félagsins. Þurfti framlengingu til að útkljá hvort liðið yrði meistari í leik Kristianstad gegn Malmö en þar reyndist Kristianstad sterkara liðið og náði að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu en Gunnar Steinn og Arnar Freyr voru að vinna sinn annan meistaratitil í Svíþjóð eftir að hafa komið til félagsins árið 2016.Verðskuldað frí fram undan Ólafur tók sumarfríinu fagnandi þegar Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir langt og strangt tímabil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn ásamt því að fara alla leið í deildinni heima fyrir. „Þetta er annar titill minn sem fyrirliði og þessi var virkilega ánægjulegur. Það voru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli tímabila og þetta var mjög langt og strangt tímabil. Við vorum í sterkum riðli í Meistaradeildinni og sýndum þar að við erum eitt af sextán bestu liðum Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn er bensíntankurinn alveg tómur, andlega og líkamlega þessa stundina. Við spiluðum næstflesta leiki í Evrópu í vetur en náðum samt að klára þetta og um leið tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er gulrótin fyrir okkur, þar mætir maður sterkustu liðum heims og fær meiri prófraun, við viljum halda okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir að það sé pressa á liðinu frá heimamönnum. „Það gat verið á köflum erfitt að halda einbeitingu í deildinni og halda okkur gangandi á sama tíma og áhuginn jókst með hverri viku í bænum. Það hélt manni á tánum og veitti manni aukna hvatningu til að gera þetta fyrir bæjarfélagið.“Líður vel í Svíþjóð Ólafur framlengdi samning sinn hjá Kristianstad fyrir áramót en hann er með samning út næstu tvö tímabil. Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og Þýskalandi en hann ákvað að framlengja frekar í Svíþjóð þar sem hann er fyrirliði meistaraliðsins. „Ég framlengdi í vetur enda líður mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og bætti við. „Það voru klúbbar í Þýskalandi og Frakklandi sem sýndu manni áhuga og lið frá öðrum löndum, sumt af þessu var spennandi og það var alveg möguleiki á að prófa eitthvað nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir atvinnumennsku að það getur verið breytilegt hvar þú býrð en hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og eigum í góðu sambandi við aðrar fjölskyldur hér.“Hann vildi frekar leika áfram í Meistaradeildinni, sterkustu keppni Evrópu „Ég spila í liði sem stefnir á titilinn heima á sama tíma og við erum að feta okkur áfram í Meistaradeildinni. Þar erum við að spila við sterkustu lið heims og ég kaus það frekar en að fara í sterkari deild eins og í Þýskalandi og vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur.
Handbolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira