Körfubolti

LeBron, Harden og Davis bestir í NBA-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Flestir telja að valið standi á milli LeBron og Harden.
Flestir telja að valið standi á milli LeBron og Harden. vísir/getty

Nú er búið að gefa út hvaða leikmenn koma til greina í kjörinu á leikmönnum ársins í NBA-deildinni. LeBron James, James Harden og Anthony Davis eru tilnefndir sem leikmaður ársins.

James missti ekki af leik með Cleveland í vetur og var með 27,5 stig, 8,6 fráköst og 9,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Harden var sjóðheitur með Rockets sem var með besta árangur allra liða í deildinni. Hann var stigakóngur deildarinnar með 30,4 stig að meðaltali í leik og gaf þess utan 8,8 stoðsendingar.

Davis fór langt með liði New Orleans og var næststigahæstur í deildinni með 28,1 stig að meðaltali í leik. Hann var fimmti í frákastabaráttunni með 11,1 frákast að meðaltali í leik. Hann varði svo flest skot allra eða 2,6 skot að meðaltali í leik.

Þrír flottir berjast um útnefninguna nýliði ársins. Það eru þeir Ben Simmons hjá Philadelphia, Donovan Mitchell hjá Utah og Jayson Tatum, leikmaður Boston.

Það eru 100 íþróttafréttamenn sem kjósa í þessu vali en kosið er um fleiri flokka sem má sjá hér að neðan.

Varnarmaður ársins: Davis (Pelicans), Joel Embiid (76ers), Rudy Gobert (Jazz)

Þjálfari ársins: Dwane Casey (Toronto Raptors), Quin Snyder (Jazz), Brad Stevens (Celtics)

Mestu framfarir: Clint Capela (Rockets), Spencer Dinwiddie (Brooklyn Nets), Victor Oladipo (Indiana Pacers)

Sjötti maður ársins: Eric Gordon (Rockets), Lou Williams (LA Clippers), Fred VanVleet (Raptors)

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.