Bestu lífeyrissjóðir skila fjórfalt meiri ávöxtun en hinir lökustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Himin og haf getur verið á milli ávöxtunar lífeyrissjóðanna. Vísir/valli Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur