Google kynnir viðbót sem mun geta hringt símtöl fyrir þig Sylvía Hall skrifar 9. maí 2018 23:18 Sundar Pichai, forstjóri Google, kynnti Duplex-viðbótina í gær. Vísir/Getty Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur. Tækni Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal. Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju. Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum. Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur.
Tækni Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf