Körfubolti

Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Brynjars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Þór Björnsson tryggði KR sigur í þriðja leik gegn Tindastól í úrslitarimmunni í Domino's deildinni í körfubolta með flautukörfu af bestu gerð.

Pétur Rúnar Birgisson hafði jafnað metin með erfiðum þristi þegar aðeins 24 sekúndur voru eftir af leiknum. KR-ingar komust lítið í loka sókn sinni en Helgi Rafn Viggósson fékk dæmda á sig villu þegar aðeins tvær sekúndur voru á klukkunni.

Brynjar Þór fékk boltann í teignum vinstra megin við körfuna og setti boltann í gólfið áður en hann skaut svo kölluðu „fade away“ skoti sem söng í netinu og KR fór með tveggja stiga sigur 75-77.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan er nú 2-1 í einvíginu og leikur fjögur verður á heimavelli KR á laugardaginn þar sem fjórfaldir Íslandsmeistarar geta bætt við fimmta titlinum.

Þessa ótrúlegu körfu Brynjars Þórs og þristinn frá Pétri Rúnari má sjá í myndbandsgluggunum í fréttinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.