Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 08:00 Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ásamt Þorvaldi Ólafssyni, eiganda Errea á Íslandi með EM treyjuna. Vísir/ernir Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00