Körfubolti

Tveir NBA-þjálfarar reknir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hornacek er atvinnulaus.
Hornacek er atvinnulaus. vísir/getty

Deildarkeppninni í NBA-deildinni er lokið og þeim tímapunkti fylgja breytingar. Þjálfarar eru því að fá sparkið í deildinni núna.

NY Knicks reið á vaðið með því að reka Jeff Hornacek úr starfi þjálfara. Hann hafði þjálfað liðið í tvö ár og skilaði 60-104 árangri á þeim tíma.

Það er sjötti versti árangur í NBA-deildinni á þessum tveimur tímabilum. Hornacek átti ár eftir af sínum samningi en fær ekki að klára samninginn.

Frank Vogel var svo rekinn frá Orlando Magic í dag en hann náði tveimur tímabilum hjá félaginu rétt eins og Hornacek gerði. Vogel bauð aftur á móti upp á enn lélegri árangur en Hornacek en lið Magic var 54-110 undir hans stjórn.

Fleiri þjálfarar munu örugglega fá sparkið á næstu dögum og er meðal annars horft til Milwaukee, Memphis og Phoenix. Störf fleiri þjálfara gætu verið í hættu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.