Viðskipti erlent

Starfsmaður HSBC sem ljóstraði upp um skattaundanskot handtekinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Svissnesk yfirvöld telja Frakkann Herve Falciani glæpamanna fyrir að leka gögnum úr HSBC. Aðrir telja hann hetju fyrir að svipta hulunni af skattaundanskotum auðmanna.
Svissnesk yfirvöld telja Frakkann Herve Falciani glæpamanna fyrir að leka gögnum úr HSBC. Aðrir telja hann hetju fyrir að svipta hulunni af skattaundanskotum auðmanna. Vísir/AFP

Lögreglan á Spáni hefur handtekið fyrrverandi starfsmann HSBC-bankans sem hlaut dóm í Sviss fyrir að leka gögnum um meiriháttar skattaundanskot stórra viðskiptavina bankans. Handtakan er jafnvel talin geta tengst katalónskum sjálfstæðissinna sem dvelur í Sviss og spænsk yfirvöld vilja fá framselda.

Herve Falciani starfaði í tölvudeild HSBC í Sviss. Hann afhenti frönskum yfirvöldum gögnin árið 2008. Frönsk yfirvöld deildu þeim með Spáni og fleiri löndum. Falciani vann meðal annars með yfirvöldum á Spáni. Svissneska útibú HSBC var rannsakað í nokkrum löndum vegna ásakana um að það hefði hjálpað auðugum viðskiptavinum að forðast skattgreiðslur.

Tvö ár er síðan Falciani var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir iðnnjósnir, gagnastuld og rof á trúnaði og bankaleynd. Hann var handtekinn í Barcelona árið 2012 en þá neituðu spænsk stjórnvöld að framselja hann, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.

Mark Henzelin, lögmaður Falciani, óttast að nú horfi málið öðruvísi við spænskum stjórnvöldum. Þau vilja hafa hendur í hári Mörtu Rovira, katalónsks sjálfstæðissinna sem er í Sviss. Henzelin veltir því upp hvort að handtakan gæti tengst einhvers konar samningi á milli spænskra og svissneskra yfirvalda  um skipti.

„Mér hefur ekki tekist að staðfesta það en ef það væri tilfellið þá fyndist mér það fremur andstyggilegt. Það er ekki svissnesk réttarhefð að gera samninga af þessu tagi. Mér sýnist það frekar venjan hjá Rússlandi og slíkum ríkjum,“ segir Henzelin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.