Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:56 Vísir/Eyþór Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira