Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 19:30 Aðalfundur Landsbankans var haldinn í dag. Vísir/GVA Nánast allir þeir 24,8 milljarðar króna sem aðalfundur Landsbankans samþykkti að greiða út í formi arðs í dag rennur til ríkisins. Formaður bankaráðs gagnrýndi sérstaka skatta á stóru bankana þrjá sem skekktu samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9, milljónir króna sem bankaráðið lagði til. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Íslenska ríkið á 98,2% hlutafjár í Landsbankanum og renna því nær allar arðgreiðslurnar til þess. Gjalddagi arðgreiðslunnar fyrir árið 2017 er 28. mars en sérstöku arðgreiðslunnar 19. september. Arðgreiðslurnar eru sagðar í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Í tilkynningunni er vitnað í ræðu Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundinum í dag. Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Þá ræddi hún um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, meðal annars gagnvart erlendum bönkum. Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mæti þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldi samvinnu milli ólíkra deilda bankans. Á aðalfundinum voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið. Helga Björk var endurkjörin formaður en auk hennar eiga þau Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir sæti í ráðinu. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Nánast allir þeir 24,8 milljarðar króna sem aðalfundur Landsbankans samþykkti að greiða út í formi arðs í dag rennur til ríkisins. Formaður bankaráðs gagnrýndi sérstaka skatta á stóru bankana þrjá sem skekktu samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9, milljónir króna sem bankaráðið lagði til. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Íslenska ríkið á 98,2% hlutafjár í Landsbankanum og renna því nær allar arðgreiðslurnar til þess. Gjalddagi arðgreiðslunnar fyrir árið 2017 er 28. mars en sérstöku arðgreiðslunnar 19. september. Arðgreiðslurnar eru sagðar í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Í tilkynningunni er vitnað í ræðu Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundinum í dag. Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Þá ræddi hún um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, meðal annars gagnvart erlendum bönkum. Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mæti þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldi samvinnu milli ólíkra deilda bankans. Á aðalfundinum voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið. Helga Björk var endurkjörin formaður en auk hennar eiga þau Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir sæti í ráðinu.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira