Viðskipti innlent

Holyoake með ríflega 50 prósent í Iceland Seafood

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Mark Holyoake, stærsti eigandi Iceland Seafood.
Mark Holyoake, stærsti eigandi Iceland Seafood.

Félag breska athafnamannsins Marks Holyoake minnkaði hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood International á síðasta ári og átti ríflega helmingshlut í félaginu í árslok. Til samanburðar nam eignarhlutur félagsins 64 pró­sentum í lok árs 2016.

Félagið, International Seafood Holdings, seldi hlutabréf sín í sjávarútvegsfyrirtækinu í nokkrum sölum á síðasta ári og átti í lok ársins 657 milljónir bréfa að virði 4,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfanna, en Iceland Seafood er skráð á First North-markaðinn.

Holyoake situr sem kunnugt er í stjórn Iceland Seafood. Eignarhlutur Kviku banka í sjávarútvegsfyrirtækinu minnkaði lítillega í fyrra, samkvæmt uppfærðum hluthafalista félagsins, en bankinn átti í árslok níu prósenta hlut borið saman við ellefu prósent í lok árs 2016 og er sem fyrr næststærsti hluthafinn.

Á meðal félaga sem bættust í hluthafahóp Iceland Seafood á síðasta ári voru Íshóll, í eigu Stefáns Ákasonar, fyrrverandi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar Kaupþings, HEF kapital, í eigu Birgis Ellerts Birgissonar fjárfestis, og Bluberg, sem er félag Helga Antons Eiríkssonar, forstjóra Iceland Seafood. Umrædd félög fóru hvert um sig með um tveggja pró­ senta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu í lok síðasta ársAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.