Lykilrými í Firði stendur autt Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2018 15:21 Veitingahúsið Silfur hefur verið lýst gjaldþrota og lykilrými Fjarðar horfir tómum eða brostnum augum út á sjálfan Hafnarfjörðinn. visir/stefán Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík. Veitingastaðir Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík.
Veitingastaðir Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira