Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Íbúðaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár. Vísir/vilhelm Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira