Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Íbúðaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár. Vísir/vilhelm Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira