Frumkvöðlar úr Verzló kynna súkkulaðiskeiðar til sögunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2018 20:00 Hópur nemenda í Verslunarskólanum kynnir fljótlega til sögunnar nýjung á íslenskum markaði, svokallaða súkkulaðiskeið til að gera heitt kakó. Frumkvöðlarnir segja hugmyndina hafa orðið til nánast upp úr þurru og eru sammála um bestu bragðtegundina. Hugmyndin kviknaði íáfanga í frumkvöðlafræði í Versló en hópinn skipa þær Magnea Björg Friðjónsdóttir, Halla Vigdís Hálfdánardóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir. Agla María Albertsdóttir í leik gegn Frökkum á EM 2017.Vísir/GettyÞær þrjár síðastnefndu, sem eru afrekskonur í fótbolta og körfubolta, voru vant við látnar vegna keppni þegar fréttastofa leit við. „Fyrirtækið okkar heitir Súkkulaðismiðjan og þetta er svona súkkulaðimoli sem er fastur á skeið og síðan erum við meðþrjár mismunandi bragðtegundir. Við setjum þetta ofan í heita mjólk og hrærum og þá verður heitt súkkulaði,“ segir Magnea, í samtali við Stöð 2. Aðferðin er einföld og kakóið rennur svo sannarlega ljúft niður. Móðir Magneu aðstoðaði við að velgja mjólkina í potti en sjálf vill hún meina að hún sé fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. „Þetta er til sumstaðar en við erum svona að þróa nýjar bragðtegundir,“ segir Erla, en aðspurð segist hún telja aðþær séu fyrstar til að setja vöruna á markað hér á landi. Að svo stöddu hafa þær þróað þrjár ólíkar bragðtegundir en þær eru sammála um að biskmarkmolinn sé bestur. Stelpurnar hafa prufað sig áfram til að byrja meðí eldhúsinu heima en súkkulaðiskeiðarnar sem fara í sölu verða framleiddar í vottuðu eldhúsi í skólanum. „Við byrjum framleiðsluna bara fljótlega og þá bara verður hægt að hafa samband við okkur,“ segir Halla. Þá verður varan einnig fáanleg á vörumessunni í Smáralind í apríl. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hópur nemenda í Verslunarskólanum kynnir fljótlega til sögunnar nýjung á íslenskum markaði, svokallaða súkkulaðiskeið til að gera heitt kakó. Frumkvöðlarnir segja hugmyndina hafa orðið til nánast upp úr þurru og eru sammála um bestu bragðtegundina. Hugmyndin kviknaði íáfanga í frumkvöðlafræði í Versló en hópinn skipa þær Magnea Björg Friðjónsdóttir, Halla Vigdís Hálfdánardóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir. Agla María Albertsdóttir í leik gegn Frökkum á EM 2017.Vísir/GettyÞær þrjár síðastnefndu, sem eru afrekskonur í fótbolta og körfubolta, voru vant við látnar vegna keppni þegar fréttastofa leit við. „Fyrirtækið okkar heitir Súkkulaðismiðjan og þetta er svona súkkulaðimoli sem er fastur á skeið og síðan erum við meðþrjár mismunandi bragðtegundir. Við setjum þetta ofan í heita mjólk og hrærum og þá verður heitt súkkulaði,“ segir Magnea, í samtali við Stöð 2. Aðferðin er einföld og kakóið rennur svo sannarlega ljúft niður. Móðir Magneu aðstoðaði við að velgja mjólkina í potti en sjálf vill hún meina að hún sé fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. „Þetta er til sumstaðar en við erum svona að þróa nýjar bragðtegundir,“ segir Erla, en aðspurð segist hún telja aðþær séu fyrstar til að setja vöruna á markað hér á landi. Að svo stöddu hafa þær þróað þrjár ólíkar bragðtegundir en þær eru sammála um að biskmarkmolinn sé bestur. Stelpurnar hafa prufað sig áfram til að byrja meðí eldhúsinu heima en súkkulaðiskeiðarnar sem fara í sölu verða framleiddar í vottuðu eldhúsi í skólanum. „Við byrjum framleiðsluna bara fljótlega og þá bara verður hægt að hafa samband við okkur,“ segir Halla. Þá verður varan einnig fáanleg á vörumessunni í Smáralind í apríl.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira