Viðskipti innlent

Starfsemi Framtakssjóðs Íslands hætt

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ásgeir Jónsson, Þorkell Sigurlaugsson og Herdís Fjeldsted
Ásgeir Jónsson, Þorkell Sigurlaugsson og Herdís Fjeldsted Birgir Ísleifur Gunnarsson

Formlegri starfsemi Framtakssjóðs Íslands verður hætt á næstunni en sjóðurinn lék stórt hlutverk í endurskipulagningu íslensks viðskiptalífs á árunum eftir hrun. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að sjóðurinn hafi oft þurft að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir.

Framtakssjóðurinn var stofnaður árið 2009 af sextán lífeyrissjóðum en síðar bættust Landsbankinn og VÍS í hóp eigenda. Tilgangur hans var að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar hrunsins.

Frá upphafi gert ráð fyrir því að sjóðurinn myndi starfa í tíu ár og er starfsemi hans nú að ljúka. Ekki verður þó hægt að loka sjóðnum endanlega fyrr en árið 2020.

„Við erum raunverulega að loka starfseminni eins og hún hefur verið. Á morgun er aðalfundur Framtakssjóðs Íslands og þar er lagt til að borga út 11,7 milljarða í arð. Þegar við erum búin að greiða það út þá erum við búin að greiða út 86 milljarða rúma,“ segir Herdís Fjeldsted framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins.

Sjóðurinn keypti meðal annars í fyrirtækjum á borð við Icelandair, N1, Advania, Icelandic Group og Promens. Fyrirtækin voru mörg hver í miklum vanda og kallaði þetta á erfiðar ákvarðanir og stundum óvinsælar að sögn Herdísar.

„En þetta skilaði árangri og öll þessi fyrirtæki eru í mjög góðum höndum í dag,“ segir Herdís. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.