Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“ Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira