Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“ Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira