Fríða Skart hlýtur Njarðarskjöldinn 2017 Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 19:44 Frá afhendingu Njarðarskjaldarins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaunin Njarðarskjöld og Freyjusóma við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis í dag. Um er að ræða hvatningarverðlaun þar sem útnefnd er ferðamannaverslun ársins og er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Í ár hlýtur verslunin Fríða Skart Njarðarskjöldinn fyrir verslun sem er sögð einkennast af hlýleika og fagmennsku. Fríða Skart er lítið fjölskyldufyrirtæki við Skólavörðustíg, sem hjónin Fríða J. Jónsdóttir og Auðunn G. Árnason reka. Fríða útskrifaðist sem gullsmiður 1992 og hefur starfað við fagið allar götur síðan. Þau opnuðu eigin verslun í Hafnarfirði 2007 en fluttu verslun sína árið 2015 á Skólavörðustíg 18, í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum. Njörður, sem skjöldurinn er kenndur við var frjósemisguð en síðar guð sæfarenda og sagður fésæll mjög. Sæfarendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því við hæfi að kenna árleg hvatningarverðlaun til ferðamannaverslunar við guð siglinga og viðskipta.Verslunin Tulipop hlýtur Freyjusómann 2017 Freyjusómi er veittur þeirri verslun sem sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunarrekstur á ferðamannamarkaði í borginni fyrir árið 2017. Verslunin Tulipop fær Freyjusómann í ár fyrir skemmtilega verslun þar sem ævintýrið grípur gesti um leið og labbað er inn. Verslunin er stílhrein, litrík og hefur breytt vöruúrval þar sem fígúrurnar á eyjunni Tulipop finnast í hinum ýmsu hlutverkum. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 af tveimur vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur, með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn á öllum aldri. Signý er hönnuðurinn á bak við veröldina og Helga stýrir viðskiptahlið fyrirtækisins. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Að hvatningarverðlaununum standa Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Íslandi. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaunin Njarðarskjöld og Freyjusóma við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis í dag. Um er að ræða hvatningarverðlaun þar sem útnefnd er ferðamannaverslun ársins og er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Í ár hlýtur verslunin Fríða Skart Njarðarskjöldinn fyrir verslun sem er sögð einkennast af hlýleika og fagmennsku. Fríða Skart er lítið fjölskyldufyrirtæki við Skólavörðustíg, sem hjónin Fríða J. Jónsdóttir og Auðunn G. Árnason reka. Fríða útskrifaðist sem gullsmiður 1992 og hefur starfað við fagið allar götur síðan. Þau opnuðu eigin verslun í Hafnarfirði 2007 en fluttu verslun sína árið 2015 á Skólavörðustíg 18, í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum. Njörður, sem skjöldurinn er kenndur við var frjósemisguð en síðar guð sæfarenda og sagður fésæll mjög. Sæfarendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því við hæfi að kenna árleg hvatningarverðlaun til ferðamannaverslunar við guð siglinga og viðskipta.Verslunin Tulipop hlýtur Freyjusómann 2017 Freyjusómi er veittur þeirri verslun sem sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunarrekstur á ferðamannamarkaði í borginni fyrir árið 2017. Verslunin Tulipop fær Freyjusómann í ár fyrir skemmtilega verslun þar sem ævintýrið grípur gesti um leið og labbað er inn. Verslunin er stílhrein, litrík og hefur breytt vöruúrval þar sem fígúrurnar á eyjunni Tulipop finnast í hinum ýmsu hlutverkum. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 af tveimur vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur, með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn á öllum aldri. Signý er hönnuðurinn á bak við veröldina og Helga stýrir viðskiptahlið fyrirtækisins. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Að hvatningarverðlaununum standa Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Íslandi.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira