Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2018 19:00 Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira