Evrópski fjárfestingarbankinn vill fjármagna raforkusæstrenginn Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2018 19:00 Evrópski fjárfestingarbankinn hefur áhuga á að fjármagna lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri bankans sem lánar fyrir allt að helmingi af kostnaði þeirra verkefna sem hann tekur þátt í. Bretar hafa enn mikinn áhuga á lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands þótt lítið sé að gerast í málinu af hálfu Íslendinga en sáralítil hreyfing hefur verið á málinu undanfarna átján mánuði. Evrópski fjárfestingarbankinn sérhæfir sig í lánveitingum til innviðafjárfestinga á innri markaði Evrópu. Andrew McDowell aðstoðarframkvæmdastjóri bankans segir bankinn sé áhugasamur um að fjármagna verkefni um lagningu sæstrengsins. Kostnaður er allt að 800 milljarðar króna en Evrópski fjárfestingarbankinn lánar fyrir allt að helmingi af heildarkostnaði verkefna sem hann tekur þátt í. „Viðræðurnar hafa verið varkárar enn sem komið er. Ferlið er of stutt á veg komið til að við getum rætt það í smáatriðum en við vitum af tillögunum um verkefnið og erum meðvituð um mögulegan ávinning þar sem Ísland býr yfir gríðarlega miklum auðlindum til að framleiða sjálfbæra orku,“ segir Andrew McDowell. Evrópski fjárfestingarbankinn lánaði nýlega 350 milljónir evra til fjármögnunar á Nordlink raforkusæstrengnum sem fyrirhugaður er milli Þýskalands og Noregs. „Það eru ekki margir sæstrengir í Evrópu eða á milli Evrópusambandsins og nágrannalanda sem Evrópski fjárfestingabankinn hefur ekki fjármagnað. Við erum eftirsótt fjármálastofnun hjá frumkvöðlum á þessu sviði vegna sérfræðiþekkingar okkar og skilnings á efnahagslegum þáttum tenginga á milli landa og tækninnar sem til þarf og mismunandi fjármagnsskipan sem komið er upp til að fjármagna slíkar tengingar. Svo þetta er svið sem við höfum mikla sérþekkingu og áhuga á,“ segir Andrew McDowell. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Evrópski fjárfestingarbankinn hefur áhuga á að fjármagna lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri bankans sem lánar fyrir allt að helmingi af kostnaði þeirra verkefna sem hann tekur þátt í. Bretar hafa enn mikinn áhuga á lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands þótt lítið sé að gerast í málinu af hálfu Íslendinga en sáralítil hreyfing hefur verið á málinu undanfarna átján mánuði. Evrópski fjárfestingarbankinn sérhæfir sig í lánveitingum til innviðafjárfestinga á innri markaði Evrópu. Andrew McDowell aðstoðarframkvæmdastjóri bankans segir bankinn sé áhugasamur um að fjármagna verkefni um lagningu sæstrengsins. Kostnaður er allt að 800 milljarðar króna en Evrópski fjárfestingarbankinn lánar fyrir allt að helmingi af heildarkostnaði verkefna sem hann tekur þátt í. „Viðræðurnar hafa verið varkárar enn sem komið er. Ferlið er of stutt á veg komið til að við getum rætt það í smáatriðum en við vitum af tillögunum um verkefnið og erum meðvituð um mögulegan ávinning þar sem Ísland býr yfir gríðarlega miklum auðlindum til að framleiða sjálfbæra orku,“ segir Andrew McDowell. Evrópski fjárfestingarbankinn lánaði nýlega 350 milljónir evra til fjármögnunar á Nordlink raforkusæstrengnum sem fyrirhugaður er milli Þýskalands og Noregs. „Það eru ekki margir sæstrengir í Evrópu eða á milli Evrópusambandsins og nágrannalanda sem Evrópski fjárfestingabankinn hefur ekki fjármagnað. Við erum eftirsótt fjármálastofnun hjá frumkvöðlum á þessu sviði vegna sérfræðiþekkingar okkar og skilnings á efnahagslegum þáttum tenginga á milli landa og tækninnar sem til þarf og mismunandi fjármagnsskipan sem komið er upp til að fjármagna slíkar tengingar. Svo þetta er svið sem við höfum mikla sérþekkingu og áhuga á,“ segir Andrew McDowell.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira