Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 15:27 Ríkið fær 23,4 milljarða króna fyrir 13% eignarhlut sinn í Arion banka. Vísir/Stefán Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Greint er frá þessu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að salan fari fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum en önnur málsgrein fyrstu greinar laganna fjallar sérstaklega um sölu vegna m.a. kaupréttarákvæðisins er tengist Arion banka auk þess sem heimild hefur verið í fjárlögum sem Alþingi hefur samþykkt árlega frá og með fjárlögum ársins 2014. Bankasýslan fer lögum samkvæmt með eignarhlut ríkissjóðs í bankanum og gætir hagsmuna ríkissjóðs í samræmi við hluthafasamkomulagið. Í tillögu Bankasýslunnar kemur fram sú niðurstaða að á grundvelli hluthafasamkomulagsins hafi Kaupskil einhliða, ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa eignarhlut ríkisins. Í hluthafasamkomulaginu er kveðið á um hvernig kaupréttarverð skuli reiknað út. Verðið miðast við að hlutafjárframlag ríkisins í bankanum beri ávöxtun sem jafngildir fjármagnskostnaði ríkissjóðs af um 9,9 ma.kr. hlutafjárframlagi að viðbættu 5% álagi á því tímabili sem ríkissjóður var eigandi að hlutum í bankanum. Til frádráttar kaupréttarverðinu komu arðgreiðslur sem ríkissjóður hefur fengið sem eigandi að bankanum á tímabilinu, en þær námu 2,7 ma.kr. Til viðbótar þessum arðgreiðslum fær ríkissjóður nú 23,4 ma.kr. vegna kaupréttarins, eða samtals 26,1 ma.kr. Bankasýslan aflaði staðfestingar endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á útreikningi kaupverðsins samkvæmt kaupréttarákvæðunum. Að mati Bankasýslunnar er ávöxtun ríkissjóðs, sem lögð er til grundvallar útreikningi á kaupréttarverðinu, góð bæði með tilliti til vaxta og áhættuálags. Útreikningar sýna að árleg meðalnafnávöxtun ríkisins á hlutafjárframlaginu til Arion banka, allt frá árinu 2008, er um 10,8%.Ríkissjóður ekki lengur hluthafi Með þessum málalyktum er ríkissjóður ekki lengur hluthafi í Arion banka. Stjórnvöld munu áfram gæta hagsmuna ríkissjóðs gagnvart bankanum og sölumeðferðar á honum á grundvelli stöðugleikasamninga. Má í því sambandi nefna að ríkið hefur mikla hagsmuni af farsælli sölu Arion banka því slíkt hámarkar virði afkomuskiptasamnings sem er hluti stöðugleikasamninga. Það er mat stjórnvalda að niðurstaðan sé ríkissjóði hagfelld og að hún samrýmist vel áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum.Segja ávinning ríkisins metinn á ríflega 150 milljarða Þrátt fyrir að þessi sala fari fram á grundvelli samningsbundins kaupréttar þá er tekið fram að verðið sem fæst fyrir eignarhlutinn sé mjög ásættanlegt. Ávinningur af fjármögnun ríkisins á Arion banka í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 felst í ávöxtun eiginfjár og hreinum vaxtatekjum vegna víkjandi lána sem ríkissjóður veitti Arion og bankinn hefur endurgreitt. Auk þess fær ríkissjóður verulegar tekjur vegna stöðugleikaframlaga Kaupþings, þ.e. vegna skuldabréfs Kaupþings, annarra eigna og áætlaðra tekna samkvæmt afkomuskiptasamningi. Samtals er áætlaður heildarávinningur ríkisins vegna fjárhagslegra hagsmuna í Arion og samskipta við Kaupþing metinn á ríflega 150 milljarða króna.Vilja tryggja heilbrigt umhverfi Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að það sé eindreginn ásetningur stjórnvalda að tryggja heilbrigt umhverfi fjármálastarfsemi og treysta umgjörð hennar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi. Markmið vinnunnar er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun. Gert er ráð fyrir því að hópurinn skili skýrslu til ráðherra um miðjan maí nk. sem verði í framhaldinu tekin til umfjöllunar á Alþingi. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Greint er frá þessu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að salan fari fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum en önnur málsgrein fyrstu greinar laganna fjallar sérstaklega um sölu vegna m.a. kaupréttarákvæðisins er tengist Arion banka auk þess sem heimild hefur verið í fjárlögum sem Alþingi hefur samþykkt árlega frá og með fjárlögum ársins 2014. Bankasýslan fer lögum samkvæmt með eignarhlut ríkissjóðs í bankanum og gætir hagsmuna ríkissjóðs í samræmi við hluthafasamkomulagið. Í tillögu Bankasýslunnar kemur fram sú niðurstaða að á grundvelli hluthafasamkomulagsins hafi Kaupskil einhliða, ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa eignarhlut ríkisins. Í hluthafasamkomulaginu er kveðið á um hvernig kaupréttarverð skuli reiknað út. Verðið miðast við að hlutafjárframlag ríkisins í bankanum beri ávöxtun sem jafngildir fjármagnskostnaði ríkissjóðs af um 9,9 ma.kr. hlutafjárframlagi að viðbættu 5% álagi á því tímabili sem ríkissjóður var eigandi að hlutum í bankanum. Til frádráttar kaupréttarverðinu komu arðgreiðslur sem ríkissjóður hefur fengið sem eigandi að bankanum á tímabilinu, en þær námu 2,7 ma.kr. Til viðbótar þessum arðgreiðslum fær ríkissjóður nú 23,4 ma.kr. vegna kaupréttarins, eða samtals 26,1 ma.kr. Bankasýslan aflaði staðfestingar endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á útreikningi kaupverðsins samkvæmt kaupréttarákvæðunum. Að mati Bankasýslunnar er ávöxtun ríkissjóðs, sem lögð er til grundvallar útreikningi á kaupréttarverðinu, góð bæði með tilliti til vaxta og áhættuálags. Útreikningar sýna að árleg meðalnafnávöxtun ríkisins á hlutafjárframlaginu til Arion banka, allt frá árinu 2008, er um 10,8%.Ríkissjóður ekki lengur hluthafi Með þessum málalyktum er ríkissjóður ekki lengur hluthafi í Arion banka. Stjórnvöld munu áfram gæta hagsmuna ríkissjóðs gagnvart bankanum og sölumeðferðar á honum á grundvelli stöðugleikasamninga. Má í því sambandi nefna að ríkið hefur mikla hagsmuni af farsælli sölu Arion banka því slíkt hámarkar virði afkomuskiptasamnings sem er hluti stöðugleikasamninga. Það er mat stjórnvalda að niðurstaðan sé ríkissjóði hagfelld og að hún samrýmist vel áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum.Segja ávinning ríkisins metinn á ríflega 150 milljarða Þrátt fyrir að þessi sala fari fram á grundvelli samningsbundins kaupréttar þá er tekið fram að verðið sem fæst fyrir eignarhlutinn sé mjög ásættanlegt. Ávinningur af fjármögnun ríkisins á Arion banka í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 felst í ávöxtun eiginfjár og hreinum vaxtatekjum vegna víkjandi lána sem ríkissjóður veitti Arion og bankinn hefur endurgreitt. Auk þess fær ríkissjóður verulegar tekjur vegna stöðugleikaframlaga Kaupþings, þ.e. vegna skuldabréfs Kaupþings, annarra eigna og áætlaðra tekna samkvæmt afkomuskiptasamningi. Samtals er áætlaður heildarávinningur ríkisins vegna fjárhagslegra hagsmuna í Arion og samskipta við Kaupþing metinn á ríflega 150 milljarða króna.Vilja tryggja heilbrigt umhverfi Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að það sé eindreginn ásetningur stjórnvalda að tryggja heilbrigt umhverfi fjármálastarfsemi og treysta umgjörð hennar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi. Markmið vinnunnar er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun. Gert er ráð fyrir því að hópurinn skili skýrslu til ráðherra um miðjan maí nk. sem verði í framhaldinu tekin til umfjöllunar á Alþingi.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira